Strandapósturinn - 01.06.1986, Page 86
Kjartan Olafsson
Sandhólum:
Vísur
Gísla Gunnlaugssonar
I 10. árg. Strandapóstsins er frásöguþáttur ritaður af Ragnheiði
Jónsdóttur frá Broddadalsá er hún nefnir: Sagnir af Gísla í Hlíð.
Gísli var af Tröllatunguætt, faðir hans var Gunnlaugur Guð-
brandsson á Valshamri í Geiradal Hjálmarssonar prests í Trölla-
tungu Þorsteinssonar, en móðir Gísla var Helga Gísladóttir,
hreppstjóra Eiríkssonar frá Þorpum í Tungusveit, en afi Helgu,
Eiríkur Gíslason á Felli í Kollafirði var Skaftfellingur er fluttist
austan af Síðu í Móðuharðindunum 1783 og settist að hér
nyrðra.
Foreldrar Gísla munu hafa búið í Geiradal á Valshamri og ef
til vill víðar og þar vestra ólst hann upp og dvaldi mestan hluta
ævi sinnar. Kona Gísla hét Kristjana Jónsdóttir. Ég held hún hafi
verið ættuð vestan úr Djúpi. Búskapur þeirra mun lengst af hafa
verið smár í sniðum, voru víða í húsmennsku sem kallað var,
m.a. lengi á Bakka í Geiradal, Valshamri og Gautsdal. Um tíma
dvöldu þau einnig í Mýrartungu hjá Páli og Ingunni foreldrum
Gests Pálssonar skálds.
Gísli var hagleiksmaður, fór víða um og vann við smíðar, bæði
húsa- og búshluta. Hann var og talinn frábær veiðimaður og
aflakló, ágæt skytta, skutlaði seli og veiddi rjúpur í snörur, og
skildist mér á ömmu minni Ingunni á Þórustöðum er var dóttir
hans, að þetta tvennt, veiðiskapurinn og það sem hann vann sér
inn við smíðar, hafi dregið einna drýgst í framfærslu heimilis
hans.
84