Strandapósturinn - 01.06.1986, Page 103
Hermann Búason:
„Brast nú sýslan úr hendi þér
Hermann?“
Það mun hafa verið á öndverðu ári 1937 að ég leit í Morgun-
blaðið eða Tímann og las þar um orðaskipti Hermanns Jónas-
sonar og Olafs Thors á alþingi.
Hermann hafði haldið því fram að Olafur hefði skipað sér, er
hann var dómsmálaráðherra nóv. —des. 1932 að handtaka
marga framámenn í slagnum 9. nóv. t.d. Héðin Valdimarsson.
En Hermann færðist undan, enda lögreglan lítt til þess búin eftir
slaginn.
Þessu neitaði Olafur og sagði að þetta mundi vera nýtt kosn-
ingabragð hjá Hermanni og bauð honum til kappræðu um þetta
mál á Ströndum. Tók Hermann áskoruninni og mættu báðir til
orrustu á Hólmavík. Þetta vor voru kosningar 20. júní og var
Hólmavíkurfundurinn nokkru áður.
Ég sá strax að þetta var ekki nýtt, hver sem sannleikurinn væri
í málinu. Þannig var að þrem árum áður, eða vorið 1934 er Her-
mann Jónasson var fyrst kosinn á þing, lét hann þau orð falla, að
Ólafur Thors hefði sagt honum að handtaka forkólfana í slagn-
um 9. nóvember. Hermann var þá lögreglustjóri í Reykjavík.
Þetta sagði mér merk kona, sem látin var er hér var komið sögu.
Ég átti heima í Reykjavík á þessum árum, en var í sumarfríi og
brá mér norður. A leiðinni inn að Hólmavík kom ég að Hey-
dalsá. Meðan við vorum að drekka kaffið var margt talað um
þessa kappa, Hermann og Ólaf, báðir nutu álits. Þá lét ég falla
orð um að þessi saga væri ekki ný, Hermann hefði sagt hana
fyrir þremur árum. Guðbrandur Björnsson bóndi á Heydalsá
sagði að ég mætti til að koma þessu á framfæri á fundinum. Tók