Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1986, Síða 119

Strandapósturinn - 01.06.1986, Síða 119
Þannig losnuðum við undan því að bera pokana upp erfiðustu brekkurnar. Inni á heiðinni þar sem árnar skiptast, skildi Jóhannes við okkur og hélt niður í Goðdal, en við fimmmenningarnir fylgdum símalínunni niður í Sunndal. Enginn okkar hafði áður farið þessa leið. Fannst okkur Sunndalurinn æði langur, þótt mjúkt væri undir fæti, þegar neðar dró. Ekki komum við neitt heim á bæinn, heldur tókum stefnuna sniðhallt á Bjarnarfjarðarháls. Eftir linnulausa tveggja klukku- stunda göngu yfir holt og mýrarsund komum við loks að bænum Sandnesi. Þótti okkur þessi háls ótrúlega langur og þreytandi. Vel var tekið á móti okkur á bænum. Var okkur strax boðið til stofu og borið kaffi. Sigvaldi bóndi Guðmundsson var ræðinn og kátur. Ekki vissum við hvort fólkið hafði fengið fregnir af ferð okkar, en við upplýstum fljódega hverra erinda við fórum. Sig- valdi gerði liðskönnun, fýsti hann að vita hverra manna við vær- um. Hann kannaðist við flesta bændur í Árneshreppi, en þegar röðin kom að mér gegndi öðru máli. Eg var úr annarri sveit og sýslu, Norður-ísfirðingur. „Já, já“ sagði þá Sigvaldi, „úr kjördæmi Jóns Auðuns. Ég held það sé nú gott og blessað.“ Mér létti við þessi ummæli Sigvalda bónda. Það var ekki fyrr en Stranda- mannabók Jóns Guðnasonar kom út að ég las mér til um náin skyldmenni mín í Árneshreppi, við Steingrímsfjörð og víðar þar um slóðir. Afi minn í föðurætt var Kristján Loftsson í Litlu-Ávík og Páll Jónsson í Kaldbak var náskyldur móður minnar. En þarna sem við nú sátum í stofunni á Sandnesi og nutum góðra veitinga, eru allt í einu komnir tveir menn frá Hólmavík á skektu til að sækja okkur. Annar þessara manna hét Gestur Lofts- son, systursonur húsfreyjunnar á Sandnesi, Guðbjargar Einars- dóttur. Því miður man ég ekki hvað hinn maðurinn hét. Gestur varð skólabróðir okkar í Reykjaskóla, en veiktist um miðjan vetur og varð að fara á sjúkrahæli. Ferðin yfir Steingrímsfjörð gekk mæta vel því veður var gott og allir kunnum við áralagið. Þá vorum við komnir til Hólmavíkur, þar ætluðum við að 117
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.