Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1986, Side 136

Strandapósturinn - 01.06.1986, Side 136
þyrfti bóninni þess vegna. Við þetta hljóp körlunum kapp í kinn, enda skapríkir undir niðri þó stilltir væru að jafnaði. Lögðust þeir því fast á árarnar og drógu ekki af sér. En fyrir liðsmuninn kom- ust hinir á stærri bátnum mun fyrr undir vind og voru búnir að sigla langan spöl þegar þeir félagar gátu dregið upp seglið á Sval. Jónatan stýrði og hélt í skautið, en Magnús hafði tök á dragreip- inu og lækkaði seglið ef báturinn hallaðist of mikið í vindhviðun- um. Svalur var langur, mjór og borðlágur og þar eftir mikill gangbátur á siglingu, og í þetta skipti létu þeir hann hafa það, því að nú skyldi á það reyna, hvor fljótari yrði til hafnar. Það var hrein unun að finna hvernig Svalur þaut áfram í snörpum hliðar- vindinum og sniðskar hverja báruna af annarri. En þar sem nauð- beit var á siglingunni lá báturinn stundum undir ágjöf (hún er oft kröpp vestanbáran á Steingrímsfirði), en nú var enginn til að ausa. Það vantaði þriðja manninn. Jónatan hafði laust skautið, það er að segja, því var brugðið undir röng í skutnum og gat hann þannig gefið strax eftir ef seglið var ekki lækkað nógu fljótt. Hina hendina hafði hann á stýrissveifinni. Hann tók þá til bragðs að ausa með hendinni sem hélt áður í skautið, en brá á meðan skautinu í munn sér og hélt því með tönnunum, en Magnús sagði honum til ef varhugaverð bára nálgaðist. Þarna varð snilldarsjómennska að hreinni íþrótt sem skilaði góðum árangri. Svalur lét ekki sitt eftir liggja, hann geystist áfram með ham- förum og dró óðum á stærri bátinn og kappsiglingin endaði þannig, að þeir á Sval voru lentir í Smáhamravognum þegar hin- ir voru að koma fyrir Kríuskerið sem er innan til við voginn. Þannig sagðist Þorsteini frá og ég hugsa, að þó feður okkar legðu mikið á sig við barninginn, til að komast undir vind, hafi þeir verið ánægðir með leikslokin og fundist erfiðið vel borgað. Trúað gæti ég því. 134
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.