Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1986, Síða 138

Strandapósturinn - 01.06.1986, Síða 138
Steinkolablek, sótblek, kálfsblóð og fleira þótti vel notandi á þeim árum, og hellublek þegar tímar bötnuðu. Fjaðrapennar voru lengi aðal áhaldið. Ég man hve vænt mér þótti um þegar séra Jón Blöndal, sem þá var verzlunarstjóri á Borðeyri, sendi mér einu sinni ljómandi gyllta pennastöng með silfurskærum penna í að gjöf. Við bræður lærðum að skrifa eftir umslögum sendibréfa og stafrófum ffá hinum og þessum af öllum dráttartegundum, oft ekki sem fínustum. Ég hneigðist snemma til að reyna að skrifa ýmsa skrautstafi, t.a.m. af settletri og ýmsar „handir“. Skrifuðum við bræður ósköpin öll af sögum og rímum. Líkaði Guðna þau efni betur en mér og kunni hann jafnan utanað, þegar búið var það sem hann hafði skrifað. En þetta vandi mig samt á að nota tímann betur en ella og á ég enn mikið af bókum, einkum nótnabókum og útdrátt úr lækningabókum og öðrum fræðiritum, sem ég ekki gat eignazt efna vegna. Er mest af því skrifað á þeim stundum, er aðrir notuðu til hvíldar, að nóttu til. Þegar ég var á 16. ári fór ég í vist til Jóns bónda Þórðarsonar í Skálholtsvík. Var hann þá við aldur. Þótti hann sumum ærið harður húsbóndi og nokkuð sérvitur. Kom það til af því að hann var maður djúp- hygginn, hagsýnn, las mikið meira en flestir bændur aðrir, og las annað en mest tíðkaðist, nefnilega úrval úr bókum eða ekkert. Að hugsunarhætti til var hann á undan samtíðinni þar í sveit og þótti því sérvitur eins og tíðkast — og var það líka, en án þess að hann ætti þar óvirðu fyrir skilda. Ekki neita ég því að vistin væri nokkuð hörð, en samt tel ég mér meira happ að hafa á því heimili verið en flestum öðrum. Þar byrjaði ég fyrst að reyna ögn að hugsa og enn man ég ýmsar viturlegar setningar, er Jón mælti til mín og ýmsar hollar bendingar, sem að notum hafa komið. Mun ég æ minnast Jóns með virðingu og þökk. Stórkostlega merkilegt þótti á þeirri tíð, að Jón tók það í sig að senda mig í skólann að Hvoli í Saurbæ, er Torfi í Olafsdal þá kenndi í, og dvaldi ég þar í 3 vikur. Og þótt tíminn væri stuttur hafði ég hans nokkur not. Hjá Jóni dvaldi ég í 2 ár, en fór svo aftur til foreldra minna og var hjá þeim unz faðir minn sálugi andaðist árið 1887. 136
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.