Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1986, Side 155

Strandapósturinn - 01.06.1986, Side 155
lítið. Við, sem vorum fyrir innan fermingu, fengum 5—7 aura á tímann, en unglingar fengu þá 15 aura. Kaupið var ekki aðal- atriði, heldur það að fá að vinna og njóta þeirrar ánægju, sem henni var samfara. Um þær mundir voru hákarlaveiðar líka mikið stundaðar í Árneshreppi, einkum á Gjögri, þar sem var landsþekkt veiðistöð, en einnig á Finnbogastöðum og í Ofeigsfirði. Og þar kom, að farið var að taka á móti hákarlslifur á Norðurfirði og bræða hana, enda mun þá hafa verið hátt verð á lýsinu. Guðmundur Pétursson gerði Ofeig sinn út þaðan árið 1910 og reri þá faðir minn, Valgeir Jónsson með honum, en áður hafði hann stundað lengi hákarlaveiðar með Finnbogastaðamönnum, fyrst Guð- mundi Guðmundssyni og síðar með Finnboga bróður hans. Oft komust menn í hann krappann í þessum veiðiferðum, þar sem legið var svo dægrum skipti úti á rúmsjó meðan enn var skammdegi og allra veðra von. Minnist ég þess, að faðir minn sagði frá einum slíkum hákarlaróðri, sem hann fór með Guð- mundi Péturssyni á Ofeigi fyrrnefnt ár, 1910. Það gerðist á góunni, að þeir sigla ofan sem kallað var, er siglt var út á miðin. Norður af Munaðarnesi leggjast þeir við stjóra og liggja þar á þriðja sólarhring í tregum hákarli. Þá tekur veður að versna, en þeir halda veiðunum áfram enn um stund uns ekki er lengur vært á miðunum. Um það leyti sem þeir byrja að sigla upp, er komin bálhvöss norðanátt og þungur sjór. Skömmu seinna skellur á þá hríðarbylur með miklu frosti. Gamli maður- inn felur þá Pétri syni sínum stjórnina, því að hann treystir sér ekki til að stýra sjálfur. Ekkert hik er á Pétri þegar hann sest við stýrið, þótt hann sé aðeins tvítugur að aldri og beri í einni svipan ábyrgð á teinæringi og lífi heillar skipshafnar. Gengur siglingin vel þar til þeir koma uppundir Krossnesbalann, þá er vindur orð- inn svo norðanstæður að þeir komast ekki inn á Norðurfjörðinn. Leggjast þeir þá út af svonefndri Garðsendavík og þar verða þeir að liggja alla nóttina í hríðarbyl og stórsjó. Það er svo mikill áburður á skipið að það sílar allt, bæði utan og innan. Nætur- langt berst áhöfnin við að halda skipinu á floti með því að höggva klaka og dæla sjó. Þetta er mikil þrekraun mönnum, sem 153
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.