Saga - 2015, Page 9
sigrún pálsdóttir
„Hér með sendast hinu háa ráðuneyti
kvensokkar úr nylon“
Sokkasaga
Upphaf sögunnar um sokka þá sem birtast á forsíðu Sögu er líklega
glatað, en í hinu stóra og efnislega samhengi sínu mætti rekja hana
aftur til ársins 1927, inn á rannsóknarstofu eins stærsta sprengiefna-
framleiðanda Bandaríkjanna, Du Pont. Fyrirtækið hafði þá ráðið til
sín vísindamann að nafni Wallace Carothers, prófessor í lífrænni
efnafræði við Harvard-háskóla, sem hafði þá um nokkurt skeið
fengist við rannsóknir á efnatengingu frumeinda í lífrænum sam-
eindum. Um þremur árum síðar hafði Du Pont tryggt sér einkaleyfi
á afrakstri rannsókna Carothers; fjölliðu af óendanlegri lengd sem
hugsanlega var hægt að nota til framleiðslu á þráðefni með svipaða
eiginleika og ýmis náttúruleg efni, t.d. silki. Það var svo í upphafi
árs 1935 að fjölliðan „nylon 6/6“ var dregin upp úr tilraunaglasi á
rannsóknarstofu Carothers, með svo mikilli eftirvæntingu og af svo
miklum spenningi að hún lagðist eins og köngulóarvefur um alla
rannsóknarstofuna. Mörg ár tók hins vegar að þróa tæki og vélar til
að spinna þráðinn og prjóna sokk. Sá fyrsti leit ekki dagsins ljós fyrr
en í febrúar 1939 en jafnt og þétt hafði verið unnið að því að breiða
tíðindin út og auka þannig eftirspurnina. Á Heimssýningunni í
New york var nýjungin loks kynnt með formlegum og tilkomumikl-
um hætti og inni í sýningarskálanum prjónuðu vélarnar sokka á
meðan ungar stúlkur toguðust á um afraksturinn, líkt og hann væri
reipi, til að sýna fram á teygjanleika og styrk nýja efnisins.1 Og hvort
tveggja small það saman, tækni og tíska. Styttri pils höfðu beint
athyglinni að fótleggjum kvenna en ljóst var að silki, sem þá var
Saga LIII:2 (2015), bls. 7–10.
F O R S Í Ð U M y N D I N
1 Susannah Handley, Nylon. The Manmade Fashion Revolution (London: Blooms -
bury 1999), bls. 8, 32 og 39.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 7