Saga - 2015, Blaðsíða 11
einkum flutt inn frá Japan, gæti ekki annað vaxandi eftirspurn í
framtíðinni. Auk þess höfðu ekki allir ráð á því. Hinir kostirnir voru
þykk bómull, sem pokaði um hné og ökkla, og sokkar úr reioni sem
lögðust illa að líkamanum og gáfu skýrt til kynna eftirlíkingu með
ofurglansandi áferðinni.2 Þessir reionsokkar, kallaðir „silkette“, voru
auk þess endingarlitlir.3 eða eins og Molly Bloom upplýsir í hug-
renningum sínum í lokaþætti hinnar hámódernísku skáldsögu James
Joyce: „á hitt parið af kúnstsilkisokkunum [e. silkette] mínum er
komið lykkjufall eftir eins dags notkun ég hefði getað farið með þá
aftur til Lewers í morgun og gert heilmikið veður útaf því og fengið
hana til að skipta bara til að koma mér ekki úr jafnvægi“.4 Slíkir
sokkar voru á fyrsta áratug 20. aldar, sögutíma Ulysses, ný komnir í
framleiðslu.
Daginn eftir útvarpsútsendingu á vegum Du Pont, þar sem fyrir-
tækið svaraði spurningum um nýja framleiðsluvöru sína, rann sjálfur
N-dagurinn upp. Hann var 15. nóvember 1940. Þá fóru nælon sokk -
ar í almenna sölu í verslunum þvert yfir Bandaríkin með tilheyrandi
bið röðum, stympingum og yfir liði við skiptavina. eitt par á mann.5
eftir að Bandaríkin hófu beina þátt töku sína í stríðinu hvarf varan
hins vegar af almennum markaði því eftirspurn eftir næloni til her-
gagnaframleiðslu fór ört vaxandi, svo sem til framleiðslu hjólbarða
undir sprengjuflugvélar. Reyndar varð eftirspurnin slík að konur sáu
sig tilknúnar að af henda nælonsokka sína til framleiðsl unnar; það
var þeirra fórn fyrir föðurlandið. Árið 1943 hafði þannig um sjö og
hálf milljón sokkapara, bæði úr næloni og silki, verið af hent í þessum
tilgangi. Í kjölfarið urðu nælonsokkar svartamark aðsvara, en konur
brugðu á það ráð að lita á sér fótleggina með sósulit eða mála línu á
aftanvert lærið og niður á kálfa til að líkja eftir saumi á sokk.
Nælonsokka framleiðsla Du Pont hófst svo á ný í stríðslok.6
Til Íslands bárust nælonsokkar með hernáminu en þeir voru að
öllum líkindum fyrst auglýstir til sölu í íslensku dagblaði árið 1946.7
„kvensokkar úr nylon“ 9
2 Sama heimild, bls. 42.
3 „Um Nylonsokka“, Húsfreyjan 1. desember 1953, bls. 24-25.
4 James Joyce, Odysseifur 2. Þýð. Sigurður A. Magnússon (Reykjavík: Mál og
menning 1992), bls. 343.
5 Susannah Handley, Nylon, bls. 45-46.
6 Sama heimild, bls. 48.
7 Sjá til dæmis Vísir 29. október 1946, bls. 3, Vísir 7. nóvember 1946, bls. 5, og
Morgunblaðið 7. nóvember, bls. 8.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 9