Saga - 2015, Side 12
Árið 1947 var sett innflutningsbann á nælonsokka og í kjölfarið urðu
þeir að mestu svartamarkaðsvara. Haustið 1947 voru tveir Banda -
ríkjamenn handteknir fyrir að smygla tæplega 600 pörum af nælon-
sokkum til landsins.8 Smyglvarningur af þessu tagi var svo boðinn
upp opinberlega og seldur í verslunum en þá væntanlega skammt -
aður.9
Nælonsokkar voru því frá upphafi forboðin vara, enda notuðu
hermenn þá til að tæla stúlkur á stríðstímum og starfsmenn kefla -
víkurflugvallar í svipuðum tilgangi eftir að stríðinu lauk.10 Sokk -
arnir voru þannig lengi órjúfanlegur hluti af hugmyndinni um
hégóma kvenna, rétt eins og þær yrðu honum að bráð og misstu við
það sakleysi sitt. Um það má finna mýmörg dæmi í samtímaheim-
ildum og bókmenntum af öllum tegundum. Í ævintýri C.S. Lewis
um töfralandið Narníu, The Last Battle frá 1956, hefur ein söguper-
sónan horfið úr sögunni: „Oh Susan! … She is interested in nothing
nowadays except nylons and lipstick“.11 Hin 21 árs gamla Susan
Pevensie var ekki lengur vinur Narníu og ungir lesendur þessara
vinsælu bóka, stelpur og strákar, fengu að vita af hverju.
Sem sögulegt fyrirbæri eru nælonsokkar því kraftmikið hreyfiafl
og þá má teygja í nær allar áttir. Sokkarnir á forsíðu Sögu voru til
dæmis gripnir á lofti í vestmannaeyjum árið 1952, þegar varan var
enn eftirsóknarverð á Íslandi. Þeir voru í eigu bandarískrar konu og
eru varðveittir á Þjóðskjalasafni Íslands sem hluti af rannsóknar-
gögnum í máli sem upp kom í eyjum þetta sama ár. Maðurinn sem
krækti í sokkaparið var eitt vitna í málinu og afhenti það lögreglu
með þessum orðum: „Hér með sendast hinu háa ráðuneyti kven-
sokkar úr nylon.“ 12 Um sokkana má lesa nánar á næstu síðum en
þeir koma við sögu sem svolítið forspil í grein kristínar Svövu
Tómasdóttur um klám á Íslandi á tímum kalda stríðsins.
sigrún pálsdóttir10
8 „Nylonsokkum smyglað“, Tíminn 4. september 1947, bls. 4.
9 Sjá til dæmis Alþýðublaðið 16. nóvember 1948, bls. 2.
10 Sjá til dæmis valur Ingimundarson, Í eldlínu kalda stríðsins. Samskipti Íslands
og Bandaríkjanna 1945–1960 (Reykjavík: vaka-Helgafell 1996), bls. 89, og Jón
viðar Sigurðsson, Keflavíkurflugvöllur 1947–1951 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun
Háskóla Íslands 1984), bls. 52–53.
11 C.S. Lewis, The Last Battle (London: Lions 1990), bls. 128.
12 ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands). DR B/1660. Rannsóknir – kynörvandi lyfjanotkun.
Bæjarfógetinn í vestmannaeyjum til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 1. sept-
ember 1952.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 10