Saga - 2015, Page 13
kristín svava tómasdóttir
Svarti Pétur
eða: klám í köldu stríði1
Framleiðsla og útbreiðsla á klámi hefur verið bönnuð í íslenskum hegn -
ingar lögum frá árinu 1869. Fyrstu hundrað árin gerðist það þó aðeins einu
sinni að stjórnvöld gripu til aðgerða á grundvelli þeirrar lagagreinar. Það
var árið 1949, á óróasömum tíma í kalda stríðinu. Þá voru þrír menn ákærðir
og dæmdir í Aukarétti Reykjavíkur fyrir dreifingu á klámfengnum ljós -
mynd um sem sagan sagði að væru teknar í svallveislum á keflavíkur -
flugvelli. Hvers konar ljósmyndir voru þetta? Hvaðan komu þær og hvernig
komust þær í dreifingu í Reykjavík? Og hvað var það sem knúði klám-
myndamálið áfram?
„kynlyf á keflavíkurflugvelli?“ var yfirskrift forsíðufréttar sem birt-
ist í Mánudagsblaðinu þann 11. ágúst 1952. Þar var því haldið fram að
bandarískir hermenn í herstöðinni á keflavíkurflugvelli stund uðu
það að byrla íslenskum stúlkum kynörvunarlyf sem þeir laum uðu í
drykki þeirra eða klesstu saman við tyggigúmmí. Afleið ingarnar
voru sagðar þær að stúlkan yrði „kynferðislega óð, tætir af sér klæði
og krefst friðþægingar á einn hátt eður annan“.2 Rúmri viku síðar
G R e I N A R
Saga LIII:2 (2015), bls. 11–41.
1 Greinin er byggð á fyrirlestri höfundar á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands 14.
mars 2015. Svartapéturslíkingin er fengin frá Davíð Ólafssyni, sem varpaði
henni fram í umræðum eftir fyrirlesturinn.
2 „kynlyf á keflavíkurflugvelli?“, Mánudagsblaðið 11. ágúst 1952, bls. 1. Því var
síðar lýst í Tímanum að lyfin myndu vera „sams konar eðlis og lyf, er stöku
menn hafa gefið kúm, er beiða seint á vetrum“. Sjá „Rannsókn í kynlyfjamáli“,
Tíminn 24. ágúst 1952, bls. 8. katherine Connor Martin og valur Ingimundarson
hafa áður fjallað um kynörvunarlyfjamálið. Sjá Lbs.-Hbs. katherine Connor
Martin, Nationalism, Internationalism and Gender in the Icelandic Anti-base
Movement, 1945–1956. MA-ritgerð í sagnfræði frá Háskóla Íslands 2008, bls.
103–106, og valur Ingimundarson, Í eldlínu kalda stríðsins. Samskipti Íslands og
Bandaríkjanna 1945–1960 (Reykjavík: vaka-Helgafell 1996), bls. 236–237.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 11