Saga - 2015, Side 15
stúlka myndi haga sér eins og hún gerði, þar sem hún lá í allra
augsýn á graspallinum í faðmlögum við manninn, sokka- og skó -
laus, og sjáanlega drógst [svo] pilsið langt upp um hana.“6
Fáeinum dögum síðar hafði orðrómurinn um ósiðlegt framferði
konunnar í eyjum borist til blaðamanna í höfuðstaðnum. Atburð -
urinn var settur í samhengi við sögurnar af kynörvunarlyfjunum og
talið víst að konan hefði verið undir áhrifum slíkra lyfja.7 Sam -
kvæmt Tímanum hafði hún „skyndilega kastað klæðum að verulegu
leyti“ og haft í frammi „við hermanninn hina hneykslanlegustu til-
burði“.8 Þjóðviljinn átaldi viðstadda fyrir að hafa ekki bjargað „sjúkri
stúlkunni … úr klóm hinna amerísku níðinga, er sýnilega hefur
tekizt að koma eiturlyfjum sínum ofan í hana og svifta hana þannig
viti og velsæmistilfinningu“.9 Í fréttaflutningi um málið var ýmist
gefið í skyn eða fullyrt að konan hefði verið íslensk og jafnan talað
um „stúlku“, en konan var um fertugt.10
Fréttaflutningur blaðanna af atburðinum í vestmannaeyjum varð
til þess að rannsóknin á kynörvunarlyfjamálinu var tekin upp á ný.
vitni voru yfirheyrð í eyjum og á keflavíkurflugvelli og beindist
rannsóknin meðal annars að því hvort konan hefði verið undir ein-
hverjum áhrifum áfengis eða lyfja. Bandaríska parið var yfirheyrt á
keflavíkurflugvelli og skýrðu þau frá lofthræðslu konunnar og
ástæð unni fyrir því að hún hefði farið úr nælonsokkunum. vitnis -
burður þeirra var þó ekki laus við ósamræmi. Þvert á framburð ann-
arra vitna neituðu þau því að hafa verið að kyssast og maðurinn
sagðist aðeins hafa lagt handlegginn utan um konuna til þess að róa
svarti pétur 13
6 ÞÍ. DR B/1660. Rannsóknir — kynörvandi lyfjanotkun. Útskrift úr sakadóms -
bók vestmannaeyja 27. ágúst 1952, bls. 4–5.
7 „Stúlka í hermannsfylgd kastar klæðum á almannafæri“, Tíminn 27. ágúst
1952, bls. 1; „eiturlyf?“ Alþýðublaðið 28. ágúst 1952, bls. 8; „Stúlka í fylgd með
amerískum hermanni kastar klæðum á almannafæri og viðhefur hneyksl an -
lega tilburði“, Þjóðviljinn 28. ágúst 1952, bls. 1; og „Burt með ameríska herinn“,
Verka maðurinn 29. ágúst 1952, bls. 4.
8 „Stúlka í hermannsfylgd kastar klæðum á almannafæri“, Tíminn 27. ágúst
1952, bls. 1.
9 „Stúlka í fylgd með amerískum hermanni kastar klæðum á almannafæri og
viðhefur hneykslanlega tilburði“, Þjóðviljinn 28. ágúst 1952, bls. 1.
10 katherine Connor Martin hefur vakið athygli á þeirri tilhneigingu í skrifum
herstöðvarandstæðinga um sambönd íslenskra kvenna og bandarískra her-
manna að leggja áherslu á ungan aldur kvennanna. Sjá Lbs.-Hbs. katherine
Connor Martin, Nationalism, Internationalism and Gender, bls. 104.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 13