Saga - 2015, Side 17
Fréttaflutningur af atvikinu í vestmannaeyjum og eiturbyrlun
bandarískra hermanna á keflavíkurflugvelli sumarið 1952 verður
ekki skilinn til fulls nema út frá sögulegu samhengi, því pólitíska
ástandi sem þá ríkti á Íslandi. Þegar kynörvunarlyfjamálið komst
í hámæli var rúmt ár liðið frá því íslensk stjórnvöld skrifuðu undir
varnarsamning við Bandaríkjamenn sem síðan fengu hernaðar -
aðstöðu á Miðnesheiði.16 Áður hafði hinn svokallaði keflavíkur -
samningur verið í gildi frá árinu 1946. eftir síðari heimsstyrjöld
höfðu Bandaríkjamenn gert sér vonir um langtímahernaðar að -
stöðu á Íslandi en ekki var vilji fyrir því af hálfu Íslendinga. Í stað -
inn kvað keflavíkursamningurinn á um að Bandaríkjamenn tækju
að sér rekstur keflavíkurflugvallar og hefðu þar lendingarrétt til
þess að geta sinnt hernámsskyldum sínum í Þýskalandi. Banda -
ríska her liðið, sem verið hafði á Íslandi frá því Banda ríkjamenn
tóku við vörnum landsins af Bretum árið 1941, skyldi hverfa á
brott.17
Hernaðarsamstarfið við Bandaríkin var umdeilt á Íslandi frá
upphafi. Herseta Breta og síðar Bandaríkjamanna á stríðsárunum
hafði í för með sér mikið umrót og átti sinn þátt í þeirri þjóðernis-
vakningu sem þá varð og efldist um allan helming í aðdraganda
lýðveldisstofnunar árið 1944.18 Andstaða við áframhaldandi hern -
aðar samstarf var útbreidd í samfélaginu og það talið ógna íslensku
sjálfstæði, þjóðerni og menningu. Þjóðvarnarfélag var stofnað til
höfuðs keflavíkursamningnum sama ár og hann var gerður og bar-
áttan var hörð á síðum blaða og tímarita.19
svarti pétur 15
ensku og skráðu heimilisföng sín í Bandaríkjunum í gestabókina“ en hins
vegar væri eftir að kanna „hvort stúlkurnar hafi í rauninni verið erlendar eða
íslenzkar stúlkur undir fölskum nöfnum“. Sjá „Rannsókn í vestmannaeyjum“,
Tíminn 28. ágúst 1952, bls. 1.
16 Um aðdraganda og gerð varnarsamningsins sjá valur Ingimundarson, Í eldlínu
kalda stríðsins, bls. 179–224, og Þór Whitehead, The Ally Who Came in from the
Cold. A Survey of Icelandic Foreign Policy 1946–1956 (Reykjavík: Alþjóðamála -
stofnun og Háskólaútgáfan 1998), bls. 49–54.
17 Um gerð keflavíkursamningsins, aðdraganda hans og framkvæmd sjá valur
Ingimundarson, Í eldlínu kalda stríðsins, bls. 17–75 og 84–89, Þór Whitehead, The
Ally Who Came in from the Cold, bls. 17–28, og Þór Whitehead, „Leiðin frá hlut-
leysi 1945–1949“. Saga XXIX:1 (1991), bls. 63–121, einkum bls. 63–74.
18 valur Ingimundarson, Í eldlínu kalda stríðsins, bls. 29.
19 valur Ingimundarson, Í eldlínu kalda stríðsins, bls. 56–57, og Lbs.-Hbs. katherine
Connor Martin, Nationalism, Internationalism and Gender, bls. 21–34.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 15