Saga - 2015, Side 19
á árunum 1952–1953. Stofnaður var Þjóðvarnarflokkur og nýtt mál-
gagn, Frjáls þjóð.23
Meðal þess sem andstæðingar hernaðarsamstarfsins við Banda -
ríkjamenn beindu spjótum sínum að var meint lagalegt og sið -
ferðis legt upplausnarástand á keflavíkurflugvelli. keflavíkur samn -
ingur inn kvað á um tollfríðindi Bandaríkjamanna á flugvellinum
en sósíalistar túlkuðu það svo að einungis þeir sem ynnu störf tengd
hernámi Bandaríkjamanna í Þýskalandi nytu tollfríðinda. Aðrir
Banda ríkjamenn á flugvellinum þverbrytu íslensk tollalög með
innflutn ingi sínum á sterkum bjór og fleiru.24 Andstæðingar kefla -
víkur samnings ins töldu að þar sem lífið á keflavíkurflugvelli væri
ekki beinlínis spillt svo varðaði við lög væri það að minnsta kosti
siðspillt og einkenndist af drykkju og vímuefnaneyslu, lauslæti og
vændi. Litríkar lýsingar á þessu ástandi komu ekki síst fyrir í þrem -
ur blöð um: Þjóðviljanum, málgagni sósíalista, Tímanum, sem oft hélt
á lofti afstöðu þess hluta Framsóknarflokksins sem var andvíg ur
kefla víkur samningnum, og Mánudagsblaðinu, sem var óháð stjórn -
málaflokkum en byggt á fyrirmynd erlendra æsifréttablaða. Bjarni
Bene diktsson dómsmálaráðherra var oftar en ekki nefndur sem sér-
stakur ábyrgðarmaður fyrir þróun mála á vellinum.25 Morgunblaðið
og Vísir, sem fylgdu Sjálfstæðisflokknum að málum, og Alþýðu -
blaðið, málgagn Alþýðuflokksins, voru yfirleitt á öndverðum meiði.
Það var því mikilvægt fyrir stuðningsmenn samstarfsins við
Banda ríkin að kveða niður sögur um spillingu á flugvellinum og sýna
að tekið væri hart á lögbrotum og hugsanlegri siðspillingu þar.
Dómsmálaráðherra brást ósjaldan við skrifum dagblaðanna um lög-
leysuna á keflavíkurflugvelli með því að gefa fyrirmæli um rannsókn
á ummælum þeirra. Hann lét kalla blaðamenn í yfirheyrslur, krefja þá
um rök fyrir máli sínu og upplýsingar um heimildarmenn sína.26
svarti pétur 17
23 valur Ingimundarson, Í eldlínu kalda stríðsins, bls. 222–223. Sjá einnig Þór
Whitehead, The Ally Who Came in from the Cold, bls. 54–64.
24 Jón viðar Sigurðsson, Keflavíkurflugvöllur 1947–1951 (Reykjavík: Sagnfræði -
stofnun Háskóla Íslands 1984), bls. 32–33. Sjá einnig valur Ingimundarson, Í
eldlínu kalda stríðsins, bls. 88–89.
25 Um hlutverk Bjarna Benediktssonar í málflutningi herstöðvarandstæðinga sjá
Lbs.-Hbs. katherine Connor Martin, Nationalism, Internationalism and Gender,
bls. 81–91.
26 Sjá t.d. ÞÍ. DR B/641. keflavíkurflugvöllur bréfasafn 1949. endurrit úr lög-
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 17