Saga - 2015, Side 29
valda að kæra flugvirkjana sem fluttu ljósmyndirnar í klámmynda-
málinu til landsins, væntanlega þar sem þeir gerðu það ekki „í út -
breiðsluskyni“. Það sama á við um vitnin Friðrik og Magnús sem
fengu myndirnar lánaðar og lánuðu þær áfram. við réttarrannsókn
málsins sögðust þeir aðeins hafa fengið myndirnar lánaðar „í því
skyni að gamna sjálfum sér“ og „fyrir forvitnissakir“.63 Gjörðir
þeirra voru því ekki taldar falla undir það að „útbýta eða dreifa á
annan hátt út“ klámi, né töldust myndirnar hafa verið „opinberlega
til sýnis“ þótt mennirnir hefðu sýnt þær vinum sínum og kunningj-
um. Á endanum sá ríkisvaldið sér einungis fært að kæra fyrir brot á
210. grein hegningarlaganna, þar sem peningar höfðu skipt um
hendur eftir að markviss fjölföldun myndanna hófst. Í skýrslu, sem
dagsett er 5. júlí 1949 og var skrifuð af Ragnari Bjarkan, fulltrúa í
dómsmálaráðuneytinu, kemur fram að „e.t.v. væri ástæða til að
rannsaka nánar viðskipti [Ólafs] og Hannesar, þ.á m. að spyrja
[Ólaf] hvort hann viðurkenni að hafa fengið eina „seriu“ af mynd-
unum hjá Hannesi án endurgjalds og ef svo er, hvaða skýringu hann
geti á því gefið“.64 ekkert bendir þó til þess að það hafi verið gert.
Ólafur, sem hafði látið Hannes Pálsson fá myndirnar og fengið hjá
honum eintak af þeim fyrir ljósmyndasafn Þjóðviljans, var ekki
kærð ur fyrir aðild sína að málinu. Fyrir andstæðinga keflavíkur -
samningsins höfðu myndirnar, með þeim sögum sem þeim fylgdu,
töluvert pólitískt gildi og því var í sjálfu sér ekki óeðlilegt að sósía-
listar vildu halda þeim til haga. Sé framburður Ólafs og Hannesar
réttur var það hins vegar sjálfstæð ákvörðun Hannesar að fjölfalda
myndirnar og selja þær áfram.
Flest vitnanna í málinu voru yfirheyrð oftar en einu sinni á tíma-
bilinu frá maí og fram í október 1949, bæði af lögreglu og fyrir dómi.
Fleiri en eitt vitni breyttu framburði sínum á einhverjum tíma. Lárus
þóttist í fyrstu hafa lánað Friðriki sínar eigin filmur og viðurkenndi
ekki að hann hefði sjálfur fengið filmur lánaðar hjá Jóhanni fyrr en
Jóhann hafði borið um það við yfirheyrslu og lögreglumenn auk
þess leitað árangurslaust að filmunum á heimili Lárusar. Þegar
Friðrik lánaði Magnúsi myndirnar brýndi hann fyrir þeim síðar-
svarti pétur 27
63 ÞÍ. SR FA6/85. Mál nr. 3857–3859/1949. endurrit úr lögregluþingbók Reykja -
víkur 30. maí 1949, bls. 2 og 6.
64 ÞÍ. SR FA6/85. Mál nr. 3857–3859/1949. Ragnar Bjarkan, „Gerð og útbreiðsla
klámmynda, sem kenndar hafa verið við keflavíkurflugvöll“. Skýrsla 5. júlí
1949.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 27