Saga - 2015, Qupperneq 32
hér í bænum, voru ekki teknar hér á landi. Höfðu íslenzkir menn,
sem voru við nám erlendis, náð þar í myndir þessar og komið með
þær hingað til lands.“72
Nokkrum dögum síðar kallaði Morgunblaðið eftir nánari svörum
við spurningum sem brynnu á vörum almennings: hverjir hefðu
búið klámmyndirnar og sögurnar um þær til og dreift þeim og í
hvaða tilgangi.73 Þann 25. júní tók Morgunblaðið að sér að svara þess-
um spurningum í ítarlegri frétt sem greinilega er byggð á niður -
stöðum rannsóknarinnar, sem blaðið kvaðst hafa „aflað sér fræðslu“
um. Framburður vitna um tilurð og dreifingu ljósmyndanna er rak-
inn og fjórir menn nafngreindir, þar af þrír sem aldrei voru kærðir
fyrir aðild sína að málinu. Túlkun blaðsins á klámmyndamálinu er
í samræmi við skrif „Hannesar á horninu“ fyrr í mánuðinum. ekki
einungis hafi vissir aðilar notfært sér þær sögur sem gengið hafi um
ósiðsemi á keflavíkurflugvelli „í pólitískum tilgangi“ heldur einnig
dreift þeim markvisst. Miðstöð söguburðarins telur Morgunblaðið
vera hjá ungliðahreyfingu sósíalista, Æskulýðs fylkingunni, þar sem
flokkurinn sjálfur og Þjóðviljinn vilji ekki óhreinka sig á slíku.74
Gera má ráð fyrir að það hafi verið sósíalistum nokkurt áfall að
vera bendlaðir við dreifingu klámfenginna ljósmynda frá Banda -
ríkjunum. klám var litið neikvæðum augum í samfélaginu almennt,
en í sósíalískri orðræðu á tímum kalda stríðsins var jafnframt litið á
það sem sérstaka afurð vestrænnar úrkynjunar og markaðs væð -
ingar kynlífs í kapítalísku þjóðskipulagi.75 Í fyrstu frétt Þjóðviljans
um málið eftir að rannsókn klámmyndamálsins lauk var ekki tekið
kristín svava tómasdóttir30
72 „klámmyndirnar voru ekki teknar á keflavíkurflugvelli“, Morgunblaðið 16. júní
1949, bls. 16, „klámmyndirnar voru frá Íslendingum“, Tíminn 16. júní 1949, bls.
2, og „erlendar klámmyndir“, Þjóðviljinn 16. júní 1949, bls. 8. Sjá einnig
„klámmyndirnar annáluðu voru ekki teknar á keflavíkurflug vell inum“,
Alþýðublaðið 16. júní 1949, bls. 8.
73 „víkverji skrifar: Úr daglega lífinu“, Morgunblaðið 20. júní 1949, bls. 6.
74 „Nota munnlegan áróður og önnur blöð fyrir sora þann sem þykir óhæfur í
Þjóðviljann“, Morgunblaðið 25. júní 1949, bls. 2.
75 Sjá t.d. Josie McLellan, „„even Under Socialism, We Don’t Want To Do Without
Love“, east German erotica“, German Historical Institute Bulletin 7 (2011), bls.
49–65, einkum bls. 51–52, og eliot Borenstein, „Stripping the Nation Bare.
Russian Pornography and the Insistence on Meaning“, Interna tional Exposure.
Perspectives on Modern European Pornography, 1800–2000. Ritstj. Lisa Z. Sigel.
(New Brunswick: Rutgers University Press 2005), bls. 232–254, einkum bls.
236–238.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 30