Saga - 2015, Síða 34
ábyrgð.“79 Þannig var því ekki einungis haldið fram að menn úr
hópi sósíalista stæðu á bak við orðróminn um klámmyndirnar af
keflavíkurflugvelli heldur að flokkurinn sjálfur bæri ábyrgð á mark-
vissri fjölföldun og dreifingu myndanna í áróðursskyni.
eins og bent var á í Vísi hafði einnig verið fjallað um klámmynd-
irnar af keflavíkurflugvelli í Tímanum, „sem mjög hefur haft sig í
frammi í rógsiðjunni“.80 Nú þegar niðurstöður rannsóknarinnar í
klámmyndamálinu lágu fyrir treysti Tíminn sér ekki til að draga þær
í efa. Þann 30. júní birtist þar frétt byggð á frétt Morgunblaðsins frá
því fimm dögum áður og var tekið undir þá túlkun að sósíalistar
bæru ábyrgð á fjölföldun og dreifingu myndanna í pólitískum til-
gangi: „Þær eru til orðnar vestur í Ameríku, en komast af tilviljun á
skrifstofu ungkommúnista og þá breytast þær í myndir frá kefla -
víkurflugvellinum. Jafnframt er hafist handa af starfsmönnum
Sósíalistaflokksins og Þjóðviljans um að framleiða og selja þessar
„keflavíkurmyndir“ í stórum stíl. Jafnhliða og þó öllu frekar eru
þær notaðar í hinum ofsafengna áróðri gegn Bandaríkjamönnum.“
Þannig fjarlægðu Tímamenn sig sósíalistum og „skefjalausum og
ósæmilegum“ vinnubrögðum þeirra en eignuðu sér hina verðugu
baráttu gegn keflavíkursamningnum og kenndu sósíalistum um að
spilla fyrir henni: „Með framferðu [svo] þessu hefir þeim, sem vilja
vinna gegn dvöl útlendinganna á keflavíkurflugvelli, verið gert
erfiðara fyrir. Þeim, er verja vilja það, sem miður fer á keflavíkur -
flugvellinum, hefir hér verið lagt vopn í hendur til að gera ádeil -
urnar á það tortryggilegri“.81
Þótt klámmyndamálið væri tekið sérstaklega til rannsóknar í maí
lét Bjarni Benediktsson annan fréttaflutning blaðanna af meintum
lögbrotum á keflavíkurflugvelli ekki óátalinn. Í lok júní lagði hann
fyrir sakadómarann í Reykjavík að taka réttarskýrslu af blaðamönn-
um Tímans, Þjóðviljans og Mánudagsblaðsins vegna skrifa þeirra um
spillingar ástandið á vellinum.82 Skrif blaðanna um klámmynda -
málið héldu áfram síðsumars, þegar ákæra hafði verið lögð fram í
kristín svava tómasdóttir32
79 „klámmyndagerð kommúnista“, Alþýðublaðið 3. júlí 1949, bls. 4.
80 „Rógtungur og skemmdarstarf“, Vísir 28. júní 1949, bls. 4.
81 „klámmyndir Sosíalistaflokksins“, Tíminn 30. júní 1949, bls. 5.
82 ÞÍ. DR C/82. Bréfabók 1949. Bjarni Benediktsson til sakadómarans í Reykjavík
29. júní 1949. Sjá einnig Jón viðar Sigurðsson, Keflavíkurflugvöllur 1947–1951,
bls. 53–54, og kjartan Helgason, „„Réttarrannsóknin“ um ástandið á kefla -
víkurvelli“, Þjóðviljinn 18. október 1949, bls. 3 og 6.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 32