Saga - 2015, Side 36
málinu, og voru þá iðulega hluti af umfjöllun um önnur spillingar-
mál á keflavíkurflugvelli. Morgunblaðið vísaði til klámmynda máls -
ins til að sýna fram á hversu varhugavert það væri að unglingar
gengju til liðs við Æskulýðsfylkingu sósíalista, enda hefði sannast
„að á skrifstofu þessarar fjelegu „fylkingar“, er tímanum eytt til að
skoða viðbjóðslegar saurlífismyndir“. Forystumenn hreyfingarinnar
hefðu vitað fullvel hvaðan ljósmyndirnar væru komnar en þeir
hefðu viljað „fá afvegaleiddan æskulýð, til að gotta sjer yfir þessum
óþverramyndum og trúa því, að þær sýndu ástandið á keflavíkur -
flugvelli“.83 Æskulýðsfylkingin svaraði þessum ásökunum á síðu
sinni í Þjóðviljanum og spurði á móti: „Ætli það sé ekki meiri óhugur
í foreldrum, sem eiga dætur sínar þar suður frá?“84
Að öðru leyti drógu pennar Æskulýðsfylkingarinnar í land frá
því sem áður hafði verið haldið fram í Þjóðviljanum. Því var ekki
neitað að „nokkrir ungir sósíalistar höfðu einu sinni skoðað nokkrar
slíkar myndir á skrifstofu Æskulýðsfylkingarinnar“. Tekið var fram
að myndirnar hefðu verið raktar á keflavíkurflugvöll en ekki að þær
hefðu verið teknar þar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru því ekki
lengur dregnar beinlínis í efa. Hins vegar sökuðu ungir sósíalistar
dómsmálaráðherra (sem Þjóðviljinn taldi standa á bak við skrif
Morgunblaðsins um málið) um að slíta framburð vitna úr samhengi
og nota málið „til árása á pólitíska andstæðinga“.85
Dómur féll í klámmyndamálinu 13. október 1949. Morgunblaðið,
Vísir og Alþýðublaðið sögðu fréttir af niðurstöðunni með lýsandi
fyrir sögnum: „Ljósmyndari Þjóðviljans dæmdur fyrir klámmyndir“,
„klámmyndaframleiðsla undir handarjaðri Þjóðviljans“ og „klám -
myndagerð kommúnista hefir nú fengið sinn dóm“.86 Tíminn og
Þjóðviljinn þögðu hins vegar þunnu hljóði. Um svipað leyti sendi
dómsmálaráðuneytið frá sér fréttatilkynningu um lok réttarrann-
kristín svava tómasdóttir34
83 „kommúnistar staðnir að ósannindum út af keflavíkurflugvelli“, Morgun blaðið
30. ágúst 1949, bls. 2.
84 „klámmyndir dómsmálaráðherrans“, Þjóðviljinn 31. ágúst 1949, bls. 3. eins og
sjá má á fyrirsögn greinarinnar var enn lögð áhersla á að tengja dómsmál-
aráðherra við málið.
85 Sama heimild, sama stað. Sjá einnig kjartan Helgason, „„Réttarrannsóknin“
um ástandið á keflavíkurvelli“, Þjóðviljinn 18. október 1949, bls. 3 og 6.
86 „Ljósmyndari Þjóðviljans dæmdur fyrir klámmyndir“, Morgunblaðið 14.
október 1949, bls. 2; „klámmyndaframleiðsla undir handarjaðri Þjóðviljans“,
Vísir 14. október 1949, bls. 8; og „klámmyndagerð kommúnista hefir nú fengið
sinn dóm“, Alþýðublaðið 15. október 1949, bls. 8.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 34