Saga - 2015, Side 37
sóknarinnar, sem fyrirskipuð hafði verið í júní, á fréttaflutningi um
spillingu á keflavíkurflugvelli. Þar kom fram að viðkomandi blaða -
menn hefðu neitað að svara spurningum sakadómara eða benda á
heimildarmenn sína og fátt hefði því komið fram við rannsóknina
sem hægt væri að henda reiður á.87 Blaðamenn Tímans og Þjóðviljans
fóru háðulegum orðum um trúverðugleika rannsóknarinnar. Í Þjóð -
viljanum var ítrekuð sú skoðun að í tilfelli klámmyndamálsins hefði
Bjarni Benediktsson notfært sér það „á sóðalegasta hátt til pólitískra
rógskrifa“ — rétt eins og önnur blöð höfðu sakað sósíalista um að
nýta sér ljósmyndirnar í pólitískum tilgangi.88 Þannig voru ljós-
myndirnar orðnar að eins konar Svarta Pétri sem allir kepptust við
að koma í hendur pólitískra andstæðinga sinna — sá tapaði sem sat
uppi með klámmyndirnar.
Um haustið var gengið til þingkosninga og svo vildi til að konur
voru óvenjuhátt á listum stjórnmálaflokkanna. Hluti kosningabar-
áttunnar gekk því út á að sannfæra kjósendur um það hvaða flokkur
hefði mesta möguleika á að koma konu á þing.89 Vísir og Morgun -
blaðið notuðu þetta tækifæri til að rifja upp klámmyndamálið sem
sönnun þess hve litla virðingu aðstandendur Þjóðviljans og Tímans
bæru fyrir kvenkjósendum. Þeir hefðu ekki hikað við að dreifa
erlendum klámmyndum og segja þær bera vitni um siðferðisástand
svarti pétur 35
87 „ekkert smygl sannaðist á keflavíkurflugvelli við réttarrannsókn“, Alþýðu -
blaðið 16. október 1949, bls. 8; „Gátu ekki bent á nein dæmi um smygl“,
Morgun blaðið 16. október 1949, bls. 16; „keflavíkurvöllur“, Mánudagsblaðið 17.
október 1949, bls. 8; og „Þjóðviljamenn gátu ekki staðið við fullyrðingarnar“,
Vísir 17. október 1949, bls. 8. Sjá einnig Jón viðar Sigurðsson, Keflavíkurflug -
völlur 1947–1951, bls. 53–54.
88 kjartan Helgason, „„Réttarrannsóknin“ um ástandið á keflavíkurvelli“, Þjóð -
viljinn 18. október 1949, bls. 3. Sjá einnig J.H., „Hafa Bjarni dómsmálaráðherra
og Bjarni utanríkismálaráðherra engin samráð?“, Tíminn 18. október 1949, bls.
2.
89 „kona í fylkingarbrjósti“, Þjóðviljinn 22. september 1949, bls. 3; „kven þjóðin
og framboðin í Reykjavík“, Alþýðublaðið 11. október 1949, bls. 4; „Maðurinn
bak við pilsin“, Tíminn 15. október 1949, bls. 4; „Til athugunar“, Tíminn 19.
október 1949, bls. 8; S.M.Ó, „Sjálfstæðisflokkurinn einn getur komið konu á
þing“, Vísir 20. október 1949, bls. 5. Í kjölfar kosninganna 1949 settust í fyrsta
skipti tvær konur á Alþingi í einu. Það voru Rannveig Þorsteinsdóttir, sem
verið hafði efst á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, og kristín L. Sigurðar -
dóttir, sem skipaði fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Um niðurstöður
kosninganna að öðru leyti sjá valur Ingimundarson, Í eldlínu kalda stríðsins, bls.
193–195.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 35