Saga - 2015, Síða 38
íslenskra kvenna.90 Þannig voru ljósmyndirnar dregnar fram einu
sinni enn í pólitískum tilgangi, í þetta sinn til að sýna fram á það
hvaða flokkar væru heilir og hverjir ekki í stuðningi sínum við fram-
gang kvenna á pólitískum vettvangi.
Harði kjarninn
Tilurð kláms sem menningarlegrar og lagalegrar flokkunar hefur
verið rakin til þeirra breytinga sem áttu sér stað á vestrænu sam-
félagi á nýöld og hafa einu nafni verið kallaðar nývæðing, en þá
lögðu iðnvæðing, þéttbýlismyndun og aukin menntun grunninn að
víðtækari dreifingu prentaðs, fjöldaframleidds efnis en áður þekkt -
ist.91 Á 19. öld hófu framleiðendur kláms í auknum mæli að mark -
aðs setja það sem neysluvöru og á sama tíma hertu stjórnvöld í evr-
ópskum ríkjum siðferðislegt eftirlit með slíku efni.92
Þegar fjallað er um sögu kláms er aðgengi grundvallarhugtak.
Bókmenntafræðingurinn Walter kendrick taldi að klámhugtakið
sjálft hefði orðið til sem viðbragð valdhafa við lýðræðisvæðingu
menningarinnar. Þá öðlaðist almúginn aðgang að efni sem efri
stéttar karlmenn höfðu setið einir að áður, en hópar á borð við
konur, ungmenni og lágstéttarfólk voru ekki taldir hafa sama vald
á þeim varasömu hvötum sem kynferðislegt efni höfðaði til. við
þessar aðstæður vaknaði þörf fyrir nýjar takmarkanir, flokkun og
eftirlit.93 Það er kaldhæðnisleg staðreynd að oftar en ekki voru það
einmitt undirskipaðir hópar á borð við konur, þeldökkt fólk og börn
kristín svava tómasdóttir36
90 S.M.Ó, „Sjálfstæðisflokkurinn einn getur komið konu á þing“, Vísir 20. október
1949, bls. 5, og „Íslenskar konur óvirtar“, Morgunblaðið 23. október 1949, bls. 4.
91 Lynn Hunt, „Introduction“, The Invention of Pornography. Obscenity and the
Origins of Modernity, 1500–1800. Ritstj. Lynn Hunt (New york: Zone Books
1996), bls. 9–45, sjá einkum bls. 10–11; Walter kendrick, The Secret Museum.
Pornography in Modern Culture (New york: viking 1987), sjá t.d. bls. 31–33;
Linda Williams, Hard Core. Power, Pleasure, and the „Frenzy of the Visible“
(Berkeley: University of California Press 1999), bls. 11–13.
92 Lisa Z. Sigel, „Introduction“, International Exposure. Perspectives on Modern
European Pornography, 1800–2000. Ritstj. Lisa Z. Sigel (New Brunswick: Rutgers
University Press 2005), bls. 1–26, sjá einkum bls. 11–12.
93 Walter kendrick, The Secret Museum, sjá til dæmis bls. 31–32 og 91. Sjá einnig
Lynn Hunt, „Introduction“, bls. 12–13 og 23, og Lisu Z. Sigel, Governing
Pleasures. Pornography and Social Change in England, 1815–1914 (New Bruns -
wick: Rutgers University Press 2002), einkum bls. 119–155.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 36