Saga - 2015, Side 39
sem voru viðföng þess kláms sem þótti svo mikilvægt að halda frá
þeim.94 Sakborningar í klámmyndamálinu voru karlar á aldrinum
20–25 ára. Flestir sem höfðu haft ljósmyndirnar undir höndum voru
á sama aldri. Myndirnar gengu milli manna í kunningja- og vina-
hópum, í félagsmiðstöðvum, í prentsmiðjum, á verkstæðum og
öðrum vinnustöðum. Það er varla tilviljun hve ítrekað vitni taka
fram við réttarrannsókn málsins að þau hafi einungis sýnt myndirn-
ar félögum sínum „á svipuðu reki“.95 Þótt vitnisburðirnir séu skrif -
aðir upp í þriðju persónu í nokkuð samfelldu máli var rannsókninni
stýrt af fulltrúa sakadómara. Það má teljast líklegt að vitni hafi verið
sérstaklega spurð út í þetta atriði og þannig lögð áhersla á að
komast að því hvort myndirnar hefðu farið út fyrir félagsskap ungra
karla. Upp að einhverju marki gæti sýning ljósmyndanna því hafa
þótt eðlileg í hópi ungra karlmanna. Fyrir utan hina ónafngreindu
konu sem sat fyrir á myndunum kom aðeins ein kona við sögu í
meðferð klámmyndamálsins, sú sem Hannes Pálsson sagði frá við
yfirheyrslu að hann hefði gefið eina myndaseríu. Það fylgdi sögunni
að stúlkan „sagðist vera kunnug á Ameriska sendiráðinu og ætla að
láta það hafa „seriuna““. 96
eftir því sem leið á 20. öld þróuðust mál þannig víðast hvar á
vesturlöndum að farið var að meta listrænt eða vísindalegt gildi
verka þeim til tekna, jafnvel þótt þau innihéldu kynferðislegar vís-
anir eða lýsingar.97 Markmiðið varð að sía burt allt sem hefði eitt-
hvert gildi þar til ekkert stóð eftir nema það sem kallað var harð kjarna -
klám; verk sem gengu eingöngu út á að sýna kynlíf en voru ekki
talin eiga sér neinar listrænar, uppeldislegar eða menningarlegar
málsbætur.98 Slíkt harðkjarnaklám tilheyrði lengst af minna sýnilegu
svarti pétur 37
94 Lisa Z. Sigel, Governing Pleasures, bls. 148–155.
95 Sjá ÞÍ. SR FA6/85. Mál nr. 3857–3859/1949. endurrit úr lögregluþingbók
Reykjavíkur 30. maí–2. júní 1949, bls. 2–8. Um samhengi réttarheimilda og þátt
þeirra sem stýra yfirheyrslunni við tilurð vitnisburða sjá vilhelm vilhelmsson,
„Stílfært og sett í samhengi“, bls. 17–30.
96 ÞÍ. SR FA6/85. Mál nr. 3857–3859/1949. Skýrsla rannsóknarlögreglunnar í
Reykjavík 12. maí 1949. ekki er ljóst hvers vegna stúlkan hugðist láta sendi -
ráðið hafa myndirnar. Hún kemur ekki frekar við sögu í skjölum málsins.
97 Walter kendrick, The Secret Museum, bls. 68 og 188–212, og Lisa Z. Sigel,
„Introduction“, bls. 16.
98 Walter kendrick, The Secret Museum, bls. 212, og Linda Williams, Hard Core, bls.
88–89. kendrick og Williams fjalla bæði um dómsmálið þar sem hugtakið
harðkjarnaklám kom fyrst fram í lagalegu samhengi en það fór fram í Banda -
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 37