Saga - 2015, Page 40
og karllægara rými í samfélaginu en kvikmyndir, skáldsögur og
kynfræðslubækur af því tagi sem hægt var að ræða og takast á um
fyrir opnum tjöldum.99 Ljósmyndirnar sem klámmyndamálið sner -
ist um voru sýndar í ýmsum karlahópum. Menn sóttust eftir að fá
myndirnar lánaðar og eftir að Hannes Pálsson hóf að fjölfalda þær
var hann ekki í neinum vandræðum með að koma þeim út. Þegar
myndirnar færðust yfir á opinberan vettvang vildi hins vegar eng -
inn hafa þennan svartapétur á hendi. Í blöðunum var ljósmyndun-
um lýst sem „ógeðslegum“ og „viðbjóðslegum“.100 Talið var að það
lýsti ruddaskap og blygðunarleysi að taka og selja slíkar myndir.101
Þar væru kynfæri og kynhvatir fólks „afskræmd og svívirt með
ýmsum klúrum tilburðum og sóðalegu hátterni“.102 Þótt vitni í mál-
inu legðu ekkert huglægt mat á ljósmyndirnar við yfirheyrslur mót-
mælti því enginn úr þeirra hópi að umræddar myndir væru klám-
fengnar. Ljósmyndirnar voru dæmigert harðkjarnaklám að því leyti
að enginn virðist hafa talið að þær ættu sér nokkrar málsbætur.
Tvennt varð til þess að ljósmyndirnar urðu miðpunktur lög-
reglurannsóknar og síðar dómsmáls. Í fyrsta lagi var það sú við -
skiptahugmynd Hannesar Pálssonar að fjölfalda myndirnar, búa til
seríur og selja, sem hafði í för með sér meiri og hraðari útbreiðslu
þeirra en áður. Þar með hafði Hannes hafið framleiðslu á myndum
sem engum virðist hafa blandast hugur um að væru klámfengnar
og þannig ótvírætt gerst brotlegur við 210. grein hegningarlaganna.
Í öðru lagi var það sú staðreynd að ljósmyndirnar fóru í dreifingu í
Reykjavík á sama tíma og hatrammar deilur stóðu um þátttöku
Íslands í vestrænu hernaðarsamstarfi og blöðin fluttu reglulega
fréttir af ýmis konar spillingu á keflavíkurflugvelli, þar á meðal
kristín svava tómasdóttir38
ríkjunum árið 1957. Þar var hugtakið notað yfir efni sem væri „utterly
without redeeming social importance“. Til eru aðrar skilgreiningar á harðkjar-
naklámi sem taka meira mið af efninu sjálfu, til dæmis sú sem Williams notar
sjálf í bók sinni um harðkjarnaklámmyndir: kvikmyndir sem sýna raunveru-
legt kynlíf og gerðar eru í þeim tilgangi fyrst og fremst að vekja kynferðislega
örvun. Sjá Linda Williams, Hard Core, bls. 30.
99 Linda Williams, Hard Core, bls. 84–86.
100 „Hannes á horninu“, Alþýðublaðið 19. júní 1949, bls. 4; „Dómsmálaráðherrann
og klámmyndirnar“, Þjóðviljinn 26. júní 1949, bls. 8; „Rógtungur og skemmd-
arstarf“, Vísir 28. júní 1949, bls. 4; „kommúnistar staðnir að ósannindum út
af keflavíkurflugvelli“, Morgunblaðið 30. ágúst 1949, bls. 2.
101 „Nota munnlegan áróður og önnur blöð fyrir sora þann sem þykir óhæfur í
Þjóðviljann“, Morgunblaðið 25. júní 1949, bls. 2.
102 „Óþrifnaður“, Tíminn 12. maí 1949, bls. 2.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 38