Saga - 2015, Page 44
Saga LIII:2 (2015), bls. 42–71.
hjalti hugason
Frumkvöðull siðbótar á Norðurlandi?
Um Sigurð Jónsson á Grenjaðarstað
og afskipti hans af siðaskiptunum
Hvernig brugðust einstaklingar, ekki síst einstakir prestar, við nýjungum
siðaskiptatímans? er mögulegt að rekja umþóttunarferli þeirra frá kaþólskri
miðaldakristni til lúthersku? Í þessari grein er fjallað um Sigurð Jónsson
prest á Grenjaðarstað, afskipti hans af siðaskiptunum og afstöðu hans til
nýjunganna, einkum í ljósi persónulegrar stöðu hans. Sigurður var úr innsta
hring miðaldakaþólskunnar þar sem hann var sonur Jóns Arasonar Hóla -
biskups og gegndi trúnaðarstöðum í kirkjunni fyrir siðaskipti. Umskiptin
virðast þó ekki hafa haft áhrif á starfsferil hans. Hvernig stendur á því? var
hann huglaus eða réðst afstaða hans af öðru: raunsæju mati eða hugsanlega
guðfræðilegri afstöðu? Hvaða ályktanir um framrás siðaskiptanna má draga
af lífi og starfi Sigurðar prests?
Margt hefur verið rætt og ritað um þá þróun sem hér varð er
miðaldakirkjan vék fyrir lútherskri kirkjuskipan.1 Hefur þar gætt til-
hneigingar til að draga fram andstæður hins gamla og nýja. er þá
sama hvort litið er til kenningar, helgisiða, kirkjuskipanar, tengsla
ríkis og kirkju eða jafnvel skipulags þjóðfélagsins. Dæmi slíkrar
„rof-túlkunar“ má víða sjá í íslenskum sögurannsóknum.2 Þá eru
róttæk umskipti talin hafa orðið á flestum sviðum trúar, menningar
1 Hér er miðaldakirkja og miðaldakristni notað jöfnum höndum yfir kirkjuna í
vestanverðri evrópu á miðöldum. ef þurfa þykir er einkunninni kaþólska bætt
við. er þetta gert til aðgreiningar frá rómversk-kaþólsku kirkjudeildinni sem
starfar nú. Greinin er rituð í tengslum við rannsóknarverkefnið 2017.is á vegum
Guðfræðistofnunnar HÍ.
2 Sjá má „rof-túlkunina“ víða í sagnfræðiritum frá fyrri hluta 20. aldar og var hún
þá almennt samfara þjóðernislegri sögutúlkun. Gott dæmi um hana kemur fram
í nýrri bók Árna Daníels Júlíussonar, um „kirkjueignir“ á miðöldum, þegar
hann fullyrðir að hér hafi komist á nýtt „hag- og þjóðfélagskerfi“ fyrir tilstuðlan
siðaskiptanna. Árni Daníel Júlíusson, Jarðeignir kirkjunnar og tekjur af þeim 1000–
1550 (Reykjavík: Centre for Agrarian Historical Dynamics 2014), bls. 245. Ítar -
legustu útfærsluna er þó að finna í bók vilborgar Auðar Ísleifsdóttur, Bylt ingin
að ofan (byggð á sama: Siðbreytingin á Íslandi, Reykjavík 1997). Í inn gangi hennar
er m.a. rætt um að framandi pólitísku kerfi hafi verið „dembt með valdi yfir
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 42