Saga - 2015, Blaðsíða 47
um hvernig maðurinn öðlaðist fyrirgefningu syndanna og sátt við
Guð. en á þessum tíma jafnaðist það á við hagvöxt, kjarabætur og
skuldaniðurfærslu nú. Breytinga ferlið sem í hönd fór og fól í sér að
landsmenn yrðu lútherskir, það er að ímyndin yrði að einhverju
leyti raunmynd, tók óhjákvæmilega töluverðan tíma. Það ferli
kallast hér siðbreyting. Að baki þessu um brota ferli hljóta að hafa
legið margs konar hvatir eftir því hver átti í hlut: konungur, innlend-
ir höfðingjar, biskupar, prestar eða alþýða manna. Á nútímamæli-
kvarða yrði greint á milli pólitískra, félagslegra, menningarlegra og
trúarlegra sjónarmiða. Á 16. öld voru skilin ekki jafnglögg milli
þessara þátta. Þá ríkti trúarmenning hvarvetna í evrópu sem líkja
má við það sem gerist í flestum ríkjum múslima nú. Trúin var því
samofnari pólitík og menningu en nú er. Fyrir sumum sem þátt tóku
í atburðarásinni réðu líka fyrst og fremst kirkjuleg og trúarleg sjón-
armið ferðinni. Þegar kristján III á í hlut er ljóst að hjá honum hafa
trúarleg og pólitísk sjónarmið verið samofin. Hann var viðstaddur
réttarhöldin yfir Lúther í Worms (1521) og snerist til lútherskrar
trúar í kjölfarið, ef ekki fyrr.8 Þeir sem voru svipaðs sinnis og hann
töldu túlkun Lúthers á fagnaðarerindinu betri en kenningu miðalda-
kirkjunnar. viðleitni þeirra til breytinga er hér kölluð siðbót. er þar
gengið út frá sjálfsmynd þeirra sjálfra. viðleitni þeirra fólst í að
siðbæta trúarlífið.9 Hér skal því ekki hafnað að sjónarmið sem að
nútímaskilningi teljast pólitísk hafi einnig ráðið för varðandi stefnu
kristjáns III. Á hinn bóginn virðist ekki ástæða til að ætla að þau
hafi vegið þyngra en trúarsannfæringin ef litið er framhjá nútíma-
legum sundurgreiningum milli trúar og pólitíkur. Það er því ekki
frjótt að aðskilja sannfæringu hans, ímyndar- og raunmyndarsmíð
um of.
víða hefur verið fjallað um helstu gerendur í íslenskri siðbótar-,
siðaskipta- og siðbreytingarsögu. Hefur athyglin þá annaðhvort
beinst að þeim sem helst stóðu gegn breytingum, þ.e. Ögmundi
Pálssyni Skálholtsbiskupi og að sjálfsögðu einkum Jóni Arasyni
Hólabiskupi, eða hinum sem helst unnu að breytingum. Ber þar
frumkvöðull siðbótar á norðurlandi? 45
8 Martin Schwarz Lausten, Christian den 3. og kirken 1537–1559, Studier i den
danske reformationskirke 1 (kaupmannahöfn: Akademisk forlag 1987), bls. 10–
12. Martin Schwarz Lausten, Kirkens historie i Danmark. Pavekirke, kongekirke, fol-
kekirke, 2. útg. (Århus: Landsforeningen af menighedsrådsmedlemmer 2008),
bls. 32–33.
9 Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar, bls. 10–11.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 45