Saga - 2015, Page 49
siðaskipti og starfaði náið með tveimur fyrstu evangelísku biskup-
unum.13
Auk þess sem leitast verður við að draga upp mynd af Sigurði
verður grafist fyrir um hvort hann hafi verið andstæðingur lúth -
erskunnar og snúið nauðugur baki við kaþólsku miðaldakristninni
eða hvort hann hafi hugsanlega gerst lútherskur fyrir 1550 og þá
verið meðal frumkvöðla að siðbót á Norðurlandi. Þá verður þess
freistað að greina hvort hann sneyddi hjá varnarbaráttu föður síns
og bræðra fyrir miðaldakirkjunni af guðfræði- eða trúarástæðum
eða hvort formlegri ástæður hafi komið til og þá einkum trúnaður
hans við konung. Loks verður kannað hvort mögulegt sé að greina
þróun Sigurðar frá miðaldakristni til lúthersku og hvort hann á ein-
hverju stigi geti talist umbótamaður eða reformisti. Með þessu er leit-
ast við að draga fram dæmi um hvernig siðbreytingin á Íslandi gekk
fyrir sig meðal einstaklinga og greina þannig milli ímyndar og raun-
myndar í kirkjusögu 16. aldar. Meginspurning greinarinnar er þó
hvort Sigurður Jónsson geti ef til vill talist einn af frumkvöðlum
siðaskipta á Norðurlandi og þá einkum með því að hafa óvenju-
snemma tekið upp lútherskt helgihald í prestakalli sínu. Hingað til
hefur verið litið svo á að hann hafi fremur þráast við í því efni.
Lífshlaup Sigurðar Jónssonar
Sigurður Jónsson var einn af ekki færri en níu börnum Jóns Ara -
sonar og Helgu Sigurðardóttur.14 ekki er vitað hvenær hann fæddist
en hann lést eftir 18. júlí 1595.15 Jón ættleiddi eða keypti fjögur barna
sinna til arfs, þau Ara, Magnús prest, Björn og Þórunni, síðar hús-
frumkvöðull siðbótar á norðurlandi? 47
13 Jón Helgason, Kristnisaga Íslands frá öndverðu til vorra daga II (Reykjavík: Félags -
prentsmiðjan 1927), bls. 89–90 og 100–101; Björn Þorsteinsson og Berg steinn
Jónsson, Íslandssaga til okkar daga (Reykjavík: Sögufélag 1991), bls. 199.
14 Páll eggert Ólason, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi I (Reykjavík:
Bókaverslun Guðm. Gamalíelssonar 1919), bls. 27. Í Ísl. æviskrám eru nefndir
fjórir synir og tvær dætur. Páll eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár frá landnáms-
tímum til ársloka 1940 III (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 1950), bls.
41.
15 Páll eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940 Iv
(Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 1951), bls. 231. Guðbrandur Jónsson
gat sér til að Sigurður væri fæddur um 1510. Ályktaði hann þar einkum út frá
hefðbundnum lágmarksvígslualdri presta, sem var 25 ár. Guðbrandur Jónsson,
Herra Jón Arason (Reykjavík: Hlaðbúð 1950), bls. 63, 64 og 100.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 47