Saga - 2015, Síða 50
freyju á Grund í eyjafirði.16 Jón keypti hvorki Sigurð né Helgu
systur hans til arfs með hinum börnunum.17 Í ársbyrjun 1533 gaf Jón
Sigurði aftur á móti 11 jarðir í Höfðahverfi og Fjörðum. kann sú gjöf
að hafa átt að jafngilda arfshlut hans.18 Að öðru leyti virðist Jón hafa
tryggt afkomu Sigurðar með mægðum og kirkjulegum embættum.
Alsiða var í evrópu að aðalsmenn leituðu yngri sonum sínum frama
innan kirkjunnar en hinir eldri erfðu veraldleg ítök. virðist Jón hafa
farið svipaða leið. Hafi Sigurður ekki verið ættleiddur hefur faðir
hans samkvæmt kirkjulögum orðið að sækja um heimild páfa fyrir
vígslu hans þar sem hann var óskilgetinn (defectus natalium).19 ekki
eru heldur til heimildir um að það hafi verið gert.
Í bréfi fyrir fyrrnefndri gjöf er Sigurður titlaður beneficatus (prest-
ur með forræði yfir beneficium, prestssetri) á Grenjaðarstað. Í apríl
sama ár kom hann að kaupmála Björns bróður síns og Steinunnar
Jónsdóttur, Magnússonar lögréttumanns á Svalbarði, sem var gerð -
ur á Grenjaðarstað, og var þá orðinn prestur þar. Það flækir málið
að Magnús bróðir hans var þá enn á lífi og er talinn hafa þjónað
Grenjaðarstað til dauðadags.20 Staðan virðist þó hafa verið flóknari.
Ólafur engilbertsson, erkibiskup í Þrándheimi, gaf 1534 út veiting-
arbréf fyrir staðnum Sigurði til handa og kemur þar fram að Ólafur
Hjaltason, sem síðar varð fyrsti lútherski biskupinn á Hólum, hafi
síðastur haft veitingu fyrir honum en gefið hann eftir.21 Páll eggert
hjalti hugason48
16 Páll eggert Ólason, Menn og menntir I, bls. 96
17 Sama heimild, bls. 117. Sjá þó Guðbrandur Jónsson, Herra Jón Arason, bls. 63–
64.
18 DI. Diplomatarium Islandicum. Íslenzkt fornbréfasafn IX, 1262–1536. Útg. Jón
Þorkelsson (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 1909–1913), bls. 651–652;
Páll eggert Ólason, Menn og menntir I, bls. 117–118.
19 Jarl Gallén, „Celibat“, Kulturhistoriskt lexikon för nordisk medeltid från vikingatid
till reformationstid XX, 2. útg. ([s.l.]: Rosenkilde og Bagger 1982), d. 545–548, hér
d. 548.
20 DI IX, bls. 658–659; Sveinn Níelsson, Prestatal og prófasta á Íslandi, 2. útg. Með
viðaukum og breytingum eftir dr. Hannes Þorsteinsson. Björn Magnússon sá
um útgáfuna og jók við (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 1950), bls.
304; Páll eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár III, bls. 430. Sjá þó Páll eggert Ólason,
Menn og menntir I, bls. 118.
21 Páll eggert Ólason, Menn og menntir I, bls. 118–119. Til er sögn um að Ólafur
Hjaltason hafi gengið í skóla í Hamborg og þá snúist til lúthersku. vera má að
hún byggist á því að 1523–1524 ferðaðist hann með Jóni Arasyni um Noreg,
Danmörku og Þýskaland og voru þeir m.a. í Hamborg. Þar gæti hann hafa
orðið fyrir siðbótaráhrifum. Páll eggert Ólason, Menn og menntir siðskiptaaldar-
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 48