Saga - 2015, Síða 51
Ólason, sem manna mest hefur fjallað um Sigurð, skýrði það svo að
Jón Arason hafi ekki treyst sér til að fá erkibiskupsveitingu Magnúsi
til handa sökum ungs aldurs hans. Hafi hann því séð til þess að
Ólafur hlyti veitingu fyrir staðnum en þjónað sjálfur sem (dóm) -
kirkju prestur á Hólum. Grenjaðarstaður hefur þá verið nokkurs
konar prebende hans.22 Magnús hafi síðan haldið staðinn sem staðar-
haldari.23 vera má að þar með sé Magnúsi gert of hátt undir höfði
og að hann hafi í raun aðeins verið aðstoðarprestur Ólafs en al -
gengt var á miðöldum að þeir sem höfðu forræði og megintekjur
af prestssetrum héldu staðgengil (vicarius) sem annaðist þjón -
ustuna gegn hluta teknanna.24 Magnús getur þá hafa haldið þeirri
stöðu til æviloka þótt veitingin færðist til Sigurðar.25 Á miðöldum
var líka oft kveðið á um að fleiri en einn prestur skyldu þjóna á
sama stað. Samkvæmt máldaga frá 1461 skyldu vera tveir prestar
á Grenjaðar stað.26 Hafi svo verið enn á 16. öld rúmuðust þeir
bræður báðir samtímis á staðnum. Sigurður tók loks formlega við
frumkvöðull siðbótar á norðurlandi? 49
innar á Íslandi II (Reykjavík: Bókaverslun Guðm. Gamalíelssonar 1924), bls. 480 –
481 og 485–486. Algengara er þó að Ólafur sé talinn hafa snúist í ferð þeirra
félaga 1542–1543. virðist þó raunar ekki hafa orðið uppskátt um lútherskar til-
hneigingar hjá honum fyrr en 1549. Jón Halldórsson, Biskupasögur Jóns prófasts
Halldórssonar í Hítardal. Með viðbæti II (Reykjavík: Sögufélag 1911–1915), bls. 5–
6; Jón Helgason, Kristnisaga Íslands II, bls. 89; Páll eggert Ólason, Menn og
menntir I, bls. 122, 167–168, 244 og 267–268; Páll eggert Ólason, Menn og
menntir II, bls. 451–453, 483–486 og 488–490; vilborg Auður Ísleifsdóttir,
Byltingin að ofan, bls. 225–233.
22 Prebende var kirkjueign sem úthlutað var sem tekjustofni fyrir kanúka við dóm-
kirkju eða annan kirkjulegan háembættismann. væri um prestssetur (benefici-
um) að ræða þjónaði annar prestur (vicarius) við kirkjuna. Göran Inger,
„Prebende“, Kulturhistoriskt lexikon för nordisk medeltid från vikingatid till reform-
ationstid XIII (Malmö: Allhems Förlag 1968), d. 416–420.
23 Páll eggert Ólason, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi II (Reykjavík:
Bókaverslun Guðm. Gamalíelssonar 1922), bls. 481–483. Sjá Páll eggert Óla son,
Íslenzkar æviskrár Iv, bls. 52–53.
24 Troels Dahlerup, „vikar“, Kulturhistoriskt lexikon för nordisk medeltid från vikinga-
tid till reformationstid XX, 2. útg. ([s.l.]: Rosenkilde og Bagger 1982), d. 15–17.
25 Sigurður virðist almennt hafa haldið aðstoðarprest (kapelán) eða staðgengil
(vicarius) og því ekki verið bundinn af prestsþjónustu heima á staðnum. vitað
er um a.m.k. tvo presta sem þjónuðu þar í hans tíð. Sveinn Níelsson, Prestatal
og prófasta á Íslandi, bls. 304.
26 DI. Diplomatarium Islandicum. Íslenzkt fornbréfasafn v, 1330–1476. Útg. Jón
Þorkelsson (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 1899–1902), bls. 282.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 49