Saga - 2015, Side 52
Grenjaðarstað í beinu framhaldi af prestastefnu á eyrarlandi við
eyjafjörð 1535.27
Um tíma var Sigurður ráðsmaður Hólastóls og hefur þá búið þar
en haft staðgengil fyrir austan. Hans er getið í því hlutverki sumarið
1541. Fyrir þann tíma, árið 1537, hafði hann annast viðskipti fyrir
hönd föður síns.28 1549 var Sigurður titlaður officialis (sérstakur
trúnaðar- og umboðsmaður biskups). Umboð hans hefur líklega
lengst af náð yfir svæðið austan Öxnadalsheiðar. Gegndi hann þessu
hlutverki upp frá því og var í biskups stað 1550–1552, eftir aftöku
föður síns, og aftur 1569–1571, eftir dauða Ólafs Hjaltasonar. var
hann einróma kjörinn biskup af prestum stiftisins í bæði skiptin.29
verður að líta svo á að Sigurður hafi verið í hópi fremstu presta í
Hólabiskupsdæmi um sína daga.30 Ólafur Hjaltason hreppti bisk-
upsembættið í fyrra skiptið en Guðbrandur Þorláksson í það síð -
ara.31 Ólafur var kominn á konungsfund þegar fréttir bárust af
aftöku Jóns og lá þá beint við að hann hreppti embættið.32 Poul
Mad sen var orðinn Sjálandsbiskup þegar Guðbrandur varð fyrir
valinu en Madsen hafði verið helsti lærifaðir hans og hefur það haft
áhrif.33
hjalti hugason50
27 DI IX, bls. 733–735. Páll eggert Ólason, Menn og menntir I, bls. 119.
28 Páll eggert Ólason, Menn og menntir I, bls. 144 og 146.
29 Alþingisbækur Íslands I (Reykjavík: Sögufélag 1912), bls. 42–44 og 45–46; Páll
eggert Ólason, Menn og menntir I, bls. 123; Páll eggert Ólason, Menn og menntir
siðskiptaaldarinnar á Íslandi III (Reykjavík: Bókaverslun Ársæls Árnasonar 1924),
bls. 441, 473, 475, 480–481, 487, 491 og 677; Páll eggert Ólason, Menn og menntir
siðskiptaaldarinnar á Íslandi Iv (Reykjavík: Bókaverslun Ársæls Árna sonar 1926),
bls. 550–551; Officialis sjá Troels Dahlerup, „Officialis/Alment“, Kulturhistoriskt
lexikon för nordisk medeltid från vikingatid till reformationstid XII (Málmey:
Allhems förlag 1967), d. 528–529; Magnús Már Lárusson, „Offi cialis/Island“,
Kulturhistoriskt lexikon för nordisk medeltid från vikingatid till reformationstid XII
(Málmey: Allhems förlag 1967), d. 539; DI. Diplomatarium Islandicum. Íslenzkt
fornbréfasafn XII, 1200–1554. Útg. Páll eggert Ólason (Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag 1923–1932), bls. 255.
30 Páll eggert Ólason, Menn og menntir III, bls. 676. Sjá og Páll eggert Ólason,
Menn og menntir II, bls. 493.
31 Páll eggert Ólason, Menn og menntir I, bls. 123 og II, bls. 488–489 og 503.
Guðbrandur var þremenningur við bæði Sigurð og konu hans. Páll eggert
Ólason, Menn og menntir III, bls. 432 og 676.
32 Páll eggert Ólason, Menn og menntir I, bls. 267–268, og II, bls. 451–453 og 488–
490.
33 Páll eggert Ólason, Menn og menntir II, bls. 503, og III, bls. 481–482; Hjalti
Hugason, „Forleggjarinn á Hólum“, Kirkjuritið 50:2 (1984), bls. 61–80, hér bls. 72.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 50