Saga - 2015, Page 57
biskupsson. Ferðin varð þó styttri en ætlað var en sumarið 1535 er
Sigurðar getið á prestastefnu að eyrarlandi.52 Jón sendi Sigurð öðru
sinni utan í umboði sínu 1542, þegar konungur stefndi þeim Gissuri
einarssyni á sinn fund (sjá síðar). Í lok júlí það sumar ritaði biskup
konungi og veitti Sigurði, Ísleifi tengdasyni sínum á Grund og Ólafi
Hjaltasyni umboð til að samþykkja fyrir sína hönd allt það sem kon-
ungur vildi á hann leggja og í hans valdi stæði að gera. Á þessum
tíma naut Sigurður sem sé fulls trausts föður síns.53 Í bréfi sínu hét
biskup „… at gudz uilia …“ að halda vel allt sem hann og almenn-
ingur í biskupsdæminu mættu gera Guði og konunginum til heið -
urs og æru, konungur krefðist af honum og sendimennirnir hétu sín
vegna en hann megnaði, gæti og mætti gera.54
Með þessum orðum hét Jón konungi formlega trúnaði en setti
persónulega fyrirvara sem beindust væntanlega ekki síst að siða -
skiptunum. Magnús bróður- og fóstursonur Sigurðar segir öðruvísi
frá erindi fóstra síns á konungsfund:
en þá siðaskiptin komu eptir Ögmund, þá sendi biskup Jón út Sigurð
son sinn, að fá fríun af kónginum, að hann mætti blífa við sína gömlu
siðu og eið, meðan hann lifði, hvað hann fékk, og alltíð var hann
kóngsins vinur, og í vingan við fógetann, þartil að Marteinn var tekinn
(til fanga af Jóni Arasyni — innsk. HH).55
Magnús gerði sýnilega eins lítið úr spennu milli Jóns og konungs-
valdsins og mögulegt var en óhjákvæmilegt virðist þó að snurða
frumkvöðull siðbótar á norðurlandi? 55
landnámstímum til ársloka 1940 II (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag
1949), bls. 404; vilborg Auður Ísleifsdóttir, Byltingin að ofan, bls. 265–266 tilv.
35. Sjá einnig Björn Halldórsson, „Annáll séra Björns Halldórssonar í Sauð -
lauksdal eða Sauðlauksdalsannáll 1400–1778“, Annálar 1400–1800 vI (Reykja -
vík: Hið íslenska bókmenntafélag 1987), bls. 333–482, hér bls. 362 og 368.
52 Páll eggert Ólason, Menn og menntir I, bls. 119.
53 Sama heimild, bls. 121–122 og 224–245. Fleiri kunna að hafa farið í þessa ferð
þótt ekki hafi þeir verið umboðsmenn Jóns biskups. Í söguþætti um Skál -
holtsbiskupa fyrir og um siðaskiptin segir að Þorleifur Grímsson á Möðru -
völlum hafi „… með síra Sigurði siglt og svarið“. „Um Skálholtsbiskupa fyrir
og um siðaskiptin“, Biskupa sögur II (kaupmannahöfn: Hið íslenska bók-
menntafélag 1878), bls. 237–262, hér bls. 259. Guðbrandur Jónsson segir Sigurð
hafa komið til Hamborgar í þessari ferð. Guðbrandur Jónsson, Herra Jón
Arason, bls. 97.
54 DI XI, bls. 156. Sjá DI XII, bls. 272 og 275.
55 Magnús Björnsson, „Frásagnir Magnúsar bónda“, bls. 321. Sjá einnig „Um
biskup Jón Arason að Hólum“, Biskupa sögur II (kaupmannahöfn: Hið íslenska
bókmenntafélag 1878), bls. 325–338, hér bls. 332.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 55