Saga - 2015, Page 58
hafi hlaupið á þann þráð vorið 1548, er Jón hóf tilraunir sínar til að
endurreisa miðaldakaþólsku í Skálholtsbiskupsdæmi. Ólíklegt virð -
ist líka að siðbótarkonungurinn kristján III hafi veri fús til svo form-
legrar málamiðlunar eftir siðaskipti, í þremur fjórðungum lands ins,
nema því aðeins að undanþágan hafi gilt persónulega um Jón
sjálfan og hann hafi hlotið nokkurs konar persónulegt trúfrelsi gegn
aukinni samvinnu í siðaskiptamálinu.56
Sigurður var kominn á konungsfund í nóvember en þá gaf kon-
ungur út verndarbréf honum til handa.57 Meðan á ferðinni stóð
voru sendimenn Jóns í samskiptum við Gissur og fóru þeir ef til vill
saman til Þýskalands. er ómögulegt annað en guðfræði og trúmál
hafi borið á góma milli þeirra.58 Augljóst virðist líka að maður með
önn ur eins tengsl við þungamiðju miðaldakirkjunnar á Íslandi og
Sig urð ur hefur orðið var við og sett sig inn í yfirstandandi trúmála-
umbrot í Danaveldi veturna 1534–1535 og 1542–1543. Síðari ferðin
var enda farin til að leggja á ráðin um hvernig halda skyldi
siðaskiptum áfram á Íslandi. Hér verður því vikið að stöðu mála í
Danaveldi um þessar mundir.
Í tíð kristjáns II (1513–1523) hafði reformismi verið ríkjandi við
hirðina, með tilheyrandi kirkjugagnrýni og umbótastefnu, ekki síst
fyrir áhrif frá karmelítamunkinum Poul Helgesen.59 1526 voru
tengsl dönsku kirkjunnar við páfa rofin og árið eftir klofnaði hún í
tvær fylkingar, hina opinberu kirkju, sem starfaði á grunni miðalda-
kirkjunnar en þó án tengsla við Róm, og evangelíska „frísöfnuði“.60
kristján hertogi, síðar kristján III, beitti sér fyrir siðaskiptum í
umdæmi sínu í Haderslev-Tørning 1528. Bárust áhrifin fljótt þaðan
og ófust saman við spennu milli konungs, aðals, kirkju, bænda og
vaxandi borgarastéttar, ekki síst í kaupmannahöfn og Málmey.
Margir af fyrstu evangelísku predikurunum voru lærisveinar Helge -
hjalti hugason56
56 Tryggvi Þórhallsson, Gissur biskup Einarsson og siðaskiptin (Reykjavík: börn höf.
1989), bls. 174–175. vilborg Auður Ísleifsdóttir, Byltingin að ofan, bls. 224–225.
57 DI XI, bls. 178; Páll eggert Ólason, Menn og menntir I, bls. 122.
58 DI XI, bls. 153 og 195; Páll eggert Ólason, Menn og menntir II, bls. 483–484;
vilborg Auður Ísleifsdóttir, Byltingin af ofan, bls. 225; Þórhallur Guttorms son,
Jón biskup Arason, bls. 82; Tryggvi Þórhallsson, Gissur biskup Einarsson og
siðaskiptin, bls. 174–175.
59 Martin Schwarz Lausten, Kirkens historie i Danmark, bls. 29–32. Carsten Bach-
Nielsen, „1500–1800“, bls. 108–110 og 115–116.
60 Martin Schwarz Lausten, Danmarks kirkehistorie (kaupmannahöfn: Gyldendal
1983), 116. Carsten Bach-Nielsen, „1500–1800“, bls. 115–117.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 56