Saga - 2015, Qupperneq 61
lokaatlögu Jóns gegn siðaskiptunum.70 Í Hrútafirði mætti Sigurður
fyrstu Norðlendingunum sem sluppu úr haldi Daða og frétti að þeir
feðgar hefðu verið handteknir. Sneri hann þá við en sendi Gottskálk
Jónsson, prest og annálaritara í Glaumbæ, til friðarumleitana.71 vera
má að það hafi verið upphaflegt markmið hans með vesturreiðinni.
Þó virðist hann hafa óttast um eigið öryggi er hann ákvað að fara
ekki sjálfur vestur.
Afskiptaleysi Sigurðar í siðaskiptamálinu þarf ekki að merkja að
hann hafi verið orðinn hliðhollur siðbót og siðaskiptum. Hann getur
hafa kynnst kristjáni III eða nánum samstarfsmönnum hans, tengst
honum, svarið honum trúnaðareið eða skuldbundið sig honum á
þann hátt að nægt hafi til að hann dró sig í hlé í siðaskipta átök un -
um.72 Jón egilsson rakti í Biskupsannálum aðgerðaleysi Sigurðar til
sendifarar hans á konungsfund (sem hann tímasetti vissulega 1547)
með því að hann hafi lofað „… að halda allt það kóngurinn vildi og
síra Sigurður játaði, og þar upp(á) sór síra Sigurður eið kónginum.
… en síra Sigurður vildi ekki á sín heit gánga; en sumir þá virtu
honum það til hugleysis, …“73 Páll eggert taldi líklegt að sendi-
mennirnir hafi gengið konungi á hönd að þessu sinni en þó líklega
með þeim fyrirvara sem Jón Arason hafði á umboði sínu og tak-
markaði það mikið.74 Síðar lýsti fyrrnefndur Jón Ólafsson svardaga
Sigurðar nokkuð öðru vísi, eða þannig að hann hefði gengist siða -
skiptunum á hönd:
frumkvöðull siðbótar á norðurlandi? 59
70 vilborg Auður Ísleifsdóttir, Byltingin að ofan, bls. 233–237 og 252–256.
71 Magnús Björnsson, „Frásagnir Magnúsar bónda“, bls. 323–324; Páll eggert
Ólason, Menn og menntir I, bls. 350, og Iv, bls. 29. Guðbrandur Jónsson nefnir
að sums staðar sé Sigurður sagður hafa verið með þrjú hundruð manna (þ.e.
360 manns) með sér. Bendir hann á það til vitnis um þá þjóðsagnamyndun sem
snemma hafi gætt í þessu efni. Guðbrandur Jónsson, Herra Jón Arason, bls. 252.
Sú sögn kemur fyrir í söguþætti um Skálholtsbiskupa fyrir og um siða skipti,
sem talinn er hafa verið saminn í Skálholti upp úr 1590. „Um Skál holts biskupa
fyrir og um siðaskiptin“, bls. 259.
72 Páll eggert Ólason, Menn og menntir I, bls. 244; Tryggvi Þórhallsson, Gissur bisk-
up Einarsson, bls. 230; Helgi Þorláksson, Saga Íslands vI (Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag og Sögufélag 2003), bls. 69–70; vilborg Auður Ísleifs -
dóttir, Byltingin að ofan, bls. 224–225.
73 Jón egilsson, „Biskupa-annálar“, bls. 100.
74 Páll eggert Ólason, Menn og menntir I, bls. 244. Tveimur árum áður hafði
Tryggvi Þórhallsson sett fram sömu skýringu í samkeppnisritgerð er hann
lagði fram vegna umsóknar um dósentsembætti við Guðfræðideild HÍ. Tryggvi
Þórhallsson, Gissur biskup Einarsson og siðaskiptin, bls. 203–231.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 59