Saga - 2015, Page 64
evangelij lærdomi“ og boðum konungs.82 einnig hefur verið talið
að góð tengsl og samstarf hafi verið milli Sigurðar og Guðbrands
Þorlákssonar.83
Siðaskipti á Grenjaðarstað
Merkasti vitnisburðurinn um beint framlag Sigurðar til siðaskipt-
anna er opið bréf, sem hann ritaði laugardaginn fyrir páska 1554,
þar sem hann lýsti yfir að hann mundi á komandi hátíð hefja að
syngja messu að lútherskum sið.84 er bréfið sérstætt fyrir þær sakir
að það varpar skýru ljósi á þá glímu sem hérlendur prestur háði á
siðaskiptatímanum og hvernig hann rökstuddi gjörðir sínar.
Í upphafi bréfsins lýsti Sigurður því yfir að hann hafi lofað Guði
og konunginum að „… hallda heilaga kristiliga postuliga tru. og þa
christiliga sidu sem innistanda i hans ordinanciubok og samhliod-
andi eru heilagre skrifft …“.85 Með þessu getur hann annað tveggja
vísað til eiðsins á Oddeyri 1551 eða svardaga síns við konung 1542
eða hvors tveggja. Sýnir bréfið þá að hann hafi litið svo á að hann
hafi ekki aðeins heitið konungi trúnaði heldur einnig gengið siðbót-
arguðfræðinni á hönd eins og hún var sett fram í kirkjuskipaninni.
Hefur honum enda vart gefist kostur á að greina þar á milli, eins og
fram er komið. Meðal þess sem fyrirskipað var í kirkjuskipaninni
kvað hann vera að „… i eiginligu modurmali flytia og handtiera þat.
heilaga Sacramentum altaris. sem vier kollum messu embætti …“.86
Síðar í bréfinu lýsti hann því svo yfir að daginn eftir, það er á páska-
hjalti hugason62
82 DI XIII, bls. 201–205; Jón Halldórsson, Biskupasögur II, bls. 20–22; Páll eggert
Ólason, Menn og menntir II, bls. 491–493.
83 Páll eggert Ólason, Menn og menntir III, bls. 552, 666, 670, 677–678. Sjá þó
Guðbrandur Jónsson, Herra Jón Arason, bls. 65.
84 Um er að ræða opið bréf sem prestarnir Jón Ólafsson (í Nesi í Aðaldal) og Jón
Semingsson (líklega að Höfða í Höfðahverfi) voru vottar að. DI XII, bls. 691–
693; Svein Níelsson, Prestatal og prófasta, bls. 294, 309; Páll eggert Ólason, Menn
og menntir II, bls. 493–495. Finnur Jónsson tímasetti bréfið til 1553. Sjá Páll
eggert Ólason, Menn og menntir Iv, bls. 794 (athugasemd við Páll eggert
Ólason, Menn og menntir II, bls. 493).
85 DI XII, bls. 692.
86 DI XII, bls. 692. enda þótt nota mætti latínu, a.m.k. í kirkjum sem ekki voru
sóknarkirkjur, gerði kirkjuskipanin ráð fyrir að messan væri flutt á móður máli.
„Den danske kirkeordinans, 1539 („Den rette ordinants“)“, Kirke ordinan sen
1537/1539. Útg., inng. og skýringar Martin Schwarz Lausten ([s.l.]: Akademisk
forlag 1989), bls. 150–243, hér bls. 166–173. Þó má færa að því rök að Sig-
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 62