Saga - 2015, Qupperneq 66
siðanna á þennan hátt en það er þó ekki sjálfsagt. Undir lok bréfsins
tók Sigurður fram að nýbreytnina tæki hann ekki upp af „…
ohlydni vid heilaga almenniliga kirkiu. heilaga kristni. eda hennar
yfermenn. helldur til hlydni vid gud og hans bod. og holluztu vid
(sinn) herra kongenn … epter þvi sem hans ordinancia innehelldur
…“ (leturbr. HH).92 Þótt Sigurður tæki hér fram að hann vildi ekki
óhlýðnast hinni kaþólsku kirkju né páfa lagði hann áherslu á að
hann væri með þessu að hlýðnast orði Guðs auk fyrirmæla
konungs. Hvort tveggja var í evangelískum anda. Þá undirstrikaði
hann að ráðstöfunin væri ekki endanleg af sinni hálfu heldur mundi
nýbreytnin standa „… þar til sem onnur kristilig skipun a giorizt i
almenneligu consilium. Þa vil eg mig þar epter rietta eptir þvi sem
hverium kristnum menne ber at giora …“.93 Lúther hafnaði að vísu
kirkjuþingum sem óskeikulum kennivöldum í kirkjunni.94 Frá
þriðja áratug 16. aldar höfðu þó margir vænst þess að slíkt þing gæti
skorið úr deilumálum siðaskiptatímans og stuðlað að einingu.95 en
kirkjuþing höfðu gegnt mikilvægu hlutverki við kirkjulegar umbæt-
ur á 15. öld.96 Loks þegar þingið í Tridentum kom saman fór hins
vegar svo að það jók þvert á móti á aðskilnað kirkjudeildanna.97
Þetta málskot sker í sjálfu sér ekki úr um hvort Sigurður var einlæg-
ur áhangandi miðaldakirkjunnar og vænti endurreisnar hennar
(Rekatholisierung), húmanískur umbótamaður (reformist) eða hlið -
hollur siðbótinni (reformator). Fyrsti möguleikinn var þó talinn úti -
lokaður hér framar. Hér er heldur ekki litið svo á að hann hafi verið
að vísa til þingsins í Tridentum, sem lá niðri um þessar mundir
(1552–1562). Þvert á móti er talið að hann hafi haft eiginlegt ein -
ingar þing í huga. Málskotið bendir fyrst og fremst til þess að hann
hafi vænst friðsamlegrar, samkirkjulegrar lausnar á málinu. Benti
Sigurður á að konungur setti svipaðan fyrirvara í inngangi að
kirkjuskipan sinni. Sá fyrirvari var þó mjög þröngur.98
hjalti hugason64
92 DI XII, bls. 693.
93 DI XII, bls. 693.
94 Gunnar kristjánsson, Marteinn Lúther. Svipmyndir úr siðbótarsögu (Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag 2014), bls. 119–120.
95 „Den danske kirkeordinans, 1539“, bls. 153 nmgr. 13; vilborg Auður Ísleifs -
dóttir, Byltingin að ofan, bls. 59 nmgr. 88.
96 Per Ingesman, „Middelalderen“, Kirkens historie I (kaupmannahöfn: Hans
Reitzels forlag 2012), bls. 636–643, 647–654 og 760–778.
97 Carsten Bach-Nielsen, „1500–1800“, bls. 166–167.
98 „Den danske kirkeordinans, 1539“, bls. 153.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 64