Saga - 2015, Qupperneq 67
Páll eggert taldi bréfið sýna að Sigurður hafi ekki snúist til lút-
hersku í síðari utanför sinni. Áleit hann að Sigurður hlyti að hafa
breytt helgisiðum á Grenjaðarstað fyrr hefði hann á annað borð haft
sannfæringu fyrir lútherskunni.99 Það er þó ekki augljóst. Reikna má
með að breytingar á helgisiðum í kjölfar siðaskipta hafi tekið nokkurn
tíma og þar verið við ýmsan vanda að etja, svo sem skort á fullnægj-
andi helgisiðabókum, kunnáttuleysi presta og andúð þeirra sjálfra og
almennings á nýbreytninni. Það er því matsatriði hvort tæp þrjú ár frá
siðaskiptum í biskupsdæminu geti talist langur tími í þessu sambandi.
Til samanburðar má benda á að árið 1555 var eignaskipting milli
kirkjunnar í Reykjahlíð í Mývatnssveit og Nikulásar Þorsteinssonar
sýslumanns endurskoðuð. Skyldi kirkjueignin ekki vera meiri en
nauðsynlegt væri til að lútherskt kristnihald gæti farið fram í sókn-
inni. við það tækifæri lét Nikulás gera kirkjuna upp og lét henni líka
í té messubók á kálfskinni, „ij historiubækur fra paskum til aduentu
de tempore“, Corvins-postillu og Nýja testamentið, hvort tveggja á
íslensku, auk kaleiks og hvíts hökuls með gullborðum.100 Með
„historiubókum“ er líklega átt við söfn breytilegra (de tempore) lestra
(guðspjalla og pistla) við guðsþjónustugerð á nefndum hluta kirkju-
ársins. Slík bók kom ekki út fyrr en 1562 með Guðspjallabók Ólafs
Hjaltasonar.101 Þrjár fyrstnefndu bækurnar hafa þá verið hand-
skrifaðar enda var messubókin dýr. Nýja testamentið hafði komið
út 1540 í þýðingu Odds Gottskálkssonar en þýðing hans á postillu
Antons Corvinus sex árum síðar.102 Með þessari ráðstöfun varð
mögulegt að taka upp evangelískt helgihald í kirkjunni. Sköpuðust
þær forsendur sem sé nokkru síðar en Sigurður tók að syngja messu
á móðurmáli á Grenjaðarstað. Má líta á það sem vísbendingu þess
að hann hafi ekki verið sérlega seinn til í því efni.103
frumkvöðull siðbótar á norðurlandi? 65
99 Páll eggert Ólason, Menn og menntir II, bls. 495.
100 DI XIII, bls. 93–94. Samkvæmt kirkjuskipaninni skyldi nota venjuleg eða
hefðbundin messuklæði, þar á meðal hökul, við altarisgöngu. vera má að
eldri kaleikur hafi verið úr sér genginn eða ekki hentað er söfnuðurinn skyldi
meðtaka vínið. „Den danske kirkeordinans, 1539“, bls. 166, 170–171, 173 og
185.
101 einar Sigurbjörnsson, „Grundvöllur lagður að helgihaldi“, í Loftur Gutt orms -
son, Frá siðaskiptum til upplýsingar, kristni á Íslandi III. Ritstj. Hjalti Hugason,
(Reykjavík: Alþingi 2000), bls. 63–68, hér bls. 65–66.
102 Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar, bls. 52 og 72.
103 1557 var rekstur Sigurðar á Grenjaðarstað tekinn út eftir rúmlega 20 ára þjón-
ustu þar. Á þeim tíma hafði kirkjunni verið gert ýmislegt til góða, m.a
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 65