Saga - 2015, Blaðsíða 70
við að Guðbjörg væri orðuð við annað eða alvarlegra brot. Aðspurð -
ur kvaðst presturinn hvorki kannast við að Guðbjörg væri sökuð um
ójátað brot né hefði hann sjálfur grun um að hún væri í einhverju
öðru brotleg en kvaðst hafa útilokað hana frá sakramentinu vegna
skriflegra fyrirmæla prófastsins, sem var Sigurður á Grenjaðarstað.
kvað Magnús upp þann dóm að prestarnir hefðu gengið frekar
fram en kirkjuskipanin bauð í ekki alvarlegra máli.111 Samkvæmt
henni skyldi veita sakramentið öllum sem gengust við brotum
sínum og óskuðu aflausnar nema um bannfæringarsök væri að
ræða.112 Í þessu máli kann þó að vera að hér með sé ekki öllu til
skila haldið. Ýmis skjöl og ummæli herma að grunur hafi leikið á að
stjúpbróðir Guðbjargar hafi verið faðir að barninu og brotið því
verið mun alvarlegra. vera má að Sigurði hafi verið kunnugt um
slíkt brot og yfirhylmingu án þess að geta gert uppskátt, til dæmis
vegna þagnarskyldu, en hafi í staðinn freistað þess að knýja fram
játningu með hjálp agameðala kirkjunnar.113 Báðir kunna því að
hafa starfað á grundvelli kirkjuskipanarinnar, prófastur og sýslu -
mað ur.
Lokaorð
Ljóst er að Sigurður Jónsson var háklerkur með sterka stöðu í innsta
hring kaþólsku miðaldakirkjunnar og var auk þess vel tengdur inn
í hástétt samfélagsins, hefur lifað rausnarlega og haft margháttuð
áhrif í umhverfi sínu. ekkert bendir til að siðaskiptin hafi í nokkru
raskað stöðu hans í kirkjulegu eða samfélagslegu tilliti. Svipuðu
máli hefur ugglaust gegnt um fjölmarga presta af hans kynslóð. Það
rennir stoðum undir að „samhengis-túlkun“ á siðaskiptunum eigi
við gild rök að styðjast. en prestar sem voru mótaðir af miðalda-
kirkjunni, kenningu hennar, helgisiðum og trúarháttum, hafa tæpast
hjalti hugason68
sama sumar j fardogum adur“ gengið í þjónustu Sigurðar Jónssonar. DI.
Diplo matarium Islandicum. Íslenzkt fornbréfasafn XIv, 1551–1567. Útg. Páll
eggert Ólason (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 1944–1946), bls. 306
og 319; sjá og bls. 323.
111 DI XIII, bls. 711.
112 „Den danske kirkeordinans, 1539“, bls. 183–187 og 193–194.
113 DI XIII, bls. 505–506, 594–595, 708–709, 712–717, 720–723 og 762. DI XIv, bls.
9–10, 14, 99–100, 123–125, 306, 319, 322–323, 378–379 og 409–411; Jón Þor -
kelsson, Saga Magnúsar prúða (kaupmannahöfn: Sigurður kristjánsson 1895),
bls. 23.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 68