Saga


Saga - 2015, Page 71

Saga - 2015, Page 71
verið opnir fyrir siðbót og siðaskiptum hafi þeir ekki menntast erlendis eða orðið fyrir beinum áhrifum frá mönnum sem svo var ástatt um. ekkert bendir til að Sigurður hafi verið menntaður utan- lands eða lærður í guðfræði sérstaklega og slíks var ekki krafist af prestum um hans daga. Allt bendir á hinn bóginn til að hann hafi verið lagamaður á innlenda vísu. Fornfræðiáhugi hans á því sviði, sem og á sviði kveðskapar, getur bent til áhrifa frá húmanismanum. Hann getur hafa staðfestst í þeim áhuga sínum í fyrri utanför sinni. Líklegt er þó að sá húmanismi hafi verið íhaldssamur í siðbótarmál- um. Í fyrri ferð sinni, meðan á greifastríðinu stóð, hlýtur Sigurður líka að hafa vaknað til vitundar um þá stöðu sem upp var komin í Danmörku og gert sér enn betri grein fyrir því í síðari utanferðinni að lúthersk kirkjuskipan hafði fest sig í sessi í danska ríkinu og hlaut því að sigra fyrr eða síðar á Íslandi. Hann ætti því að hafa gert sér grein fyrir að lítil von væri til að jafnvel almennt kirkjuþing gæti snúið þeirri þróun við. Ljóst virðist að ekki síðar en 1554 hefur Sigurður verið búinn að gera upp hug sinn til lútherskunnar og því tekið upp helgihald í anda hennar í prestakalli sínu. virðist hann heilshugar í þeirri afstöðu og hér er litið svo á að hann hafi gert eins ítarlega grein fyrir þessari ráðabreytni sinni og raun ber vitni vegna þess að hann hafi orðið með fyrstu prestum í biskupsdæminu til að taka upp lúthersk- an messusöng, að minnsta kosti í norður- eða austurhluta þess, sem fjarlægari var biskupsstólnum en vestursýslurnar. ekki er mögulegt að rekja þróun hans frá þeirri kaþólsku miðaldakristni sem hann ólst upp við til lútherskrar trúariðkunar í afmörkuðum skrefum. Þó er líklegt að húmanismi hafi markað þann þróunarferil að einhverju leyti og meðal annars komið fram í þeirri einingarvon sem gætti í bréfi hans og bendir til að hann hafi fylgt einhvers konar kirkju - þinga stefnu (conciliarism) sem einkenndi húmanismann. Athyglisvert er að á lokaskeiði snerust faðir og tveir bræður Sigurðar til harðrar varnarbaráttu fyrir miðaldakirkjuna og létu að lokum lífið fyrir þann málstað. Sigurður blandaði sér aftur á móti ekki í þá baráttu. Hann átti þvert á móti náið samstarf við þá sem tóku við forystu í kirkjumálum Norðlendinga og þá í lútherskum anda. Þar kann auðvitað að skipta máli að þeir Ólafur Hjaltason voru nákunnugir og gamalreyndir samstarfsmenn og þeir Guð - brandur Þorláksson skyldir. Fleira hlýtur þó að hafa komið til. Hér er litið svo á að Sigurði hafi ekki gefist kostur á að greina á milli trúnaðar við kristján III, og hlýðni við kirkjuskipan hans frumkvöðull siðbótar á norðurlandi? 69 Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.