Saga - 2015, Side 76
Markmiðið með þessari grein er tvíþætt: annars vegar að fá
nákvæmari vitneskju en nú liggur fyrir um fjölda erlendra ferða -
manna á Íslandi á árunum 1858–1914, sveiflur í komum þeirra og
vöxtinn á tímabilinu; hins vegar að greina formgerð ferðamannanna
(e. tourist typologies) og hvatann (e. motivation) að baki ferðalaginu.
Með formgerð er átt við flokkun ferðamanna eftir hegðun, þjóðerni,
stöðu, menntun o.fl.5 Greiningin er gerð með athugun á íslenskum
fréttablöðum og tímaritum á umræddu tímabili. Blöðin sögðu frá
skipakomum til landsins og gátu þess oft hvort erlendir ferðamenn
væru meðal farþega, tiltóku jafnvel fjölda þeirra og nöfn, tilgang
ferðalagsins og fleira.
Hliðsjón er höfð af þróun ferðamennsku erlendis, einkum í
evrópu, ekki síst því hvernig breskir ferðamenn höguðu ferðum sín-
um á meginlandinu og á Bretlandseyjum en þeir voru lengst af fjöl-
mennasti hópur erlendra ferðamanna á Íslandi á umræddu tímabili.
Hugtakið ferðamennska (e. tourism) vísar hér til ferðalagsins sjálfs,
áfangastaða, þjónustu við ferðamanninn og annars sem viðkemur
ferðalaginu.6 Með hugtakinu ferðamaður er í þessari grein átt við
einstakling sem heimsótti Ísland í afþreyingarskyni fyrst og fremst.7
Um ferðir erlendra manna til Íslands til aldamótanna 1900 hefur
Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur fjallað ítarlega í bókinni Ísland,
framandi land, sem út kom árið 1996, fyrst og fremst með hliðsjón af
ferðabókum. Tímabilinu frá 1900 fram að heimsstyrjöldinni fyrri
hefur lengst af verið lítill gaumur gefinn en einmitt þá var ferða -
mennskan að taka ýmsum breytingum.8 Ber þar helst að nefna kom-
arnþór gunnarsson74
5 Sjá t.d. Chris Cooper, John Fletcher, Alan Fyall, David Gilbert og Stephen
Wanhill, Tourism. Principles and Practice. 3. útg. (Harlow: Pearson education
Limited 2005), bls. 60–61 og 227–228.
6 Ferðamennska er afar sveigjanlegt hugtak og væri vissulega hægt að skilgreina
það nánar eða þrengra en hér er gert. Sjá nánar David A. Fennell, Ecotourism. An
Introduction. 2. útg. (London: Routledge 2003), bls. 1–2.
7 Með hugtakinu ferðamaður er gjarnan átt við einstakling sem ferðast í afþrey-
ingarskyni lengur en eina nótt en skemur en hálft ár (innanlands) eða eitt ár
(utanlands). Notkun hugtaksins getur verið breytileg frá einum tíma til annars,
t.d. eftir því hvort um er að ræða ferðamann á nítjándu öld eða ferðamann nú á
dögum. Sjá nánar David A. Fennell, Ecotourism, bls. 2.
8 Þó er talsvert fjallað um erlenda ferðamenn á Íslandi í byrjun tuttugustu aldar í
nýútkominni bók þeirra Helgu Guðrúnar Johnson og Sigurveigar Jónsdóttur,
„Það er kominn gestur“ — saga ferðaþjónustu á Íslandi. (Reykjavík: Samtök ferða -
þjónustunnar (SAF) 2014).
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 74