Saga - 2015, Page 77
ur þýskra skemmtiferðaskipa en með þeim fengu Íslendingar smjör -
þefinn af fjöldaferðamennsku (e. mass tourism) sem flestar aðrar
þjóðir í evrópu kynntust mun fyrr.9 Með fjöldaferðamennsku er átt
við markaðsvædda ferðamennsku (t.d. svokallaðar pakkaferðir)
sem tekur takmarkað tillit til þarfa heimamanna en hefur umtals -
verð áhrif (oft frekar neikvæð en jákvæð) á menningu þeirra og
umhverfi.10
Þegar kemur fram á síðari hluta nítjándu aldar voru erlendu
ferðamennirnir síður en svo einsleitur hópur. Sumarliði Ísleifsson
skiptir þeim í fjóra meginhópa:
• Almennir ferðamenn sem komu í stuttar heimsóknir og fóru
aðal lega að þekktum ferðamannastöðum suðvestanlands.
• Ferðamenn með áhuga á sögu og menningu. Þeir dvöldu
jafnan mun lengur og sóttu heim sögustaði víða um land.
• Áhugamenn um fjallgöngur, landkönnun og veiðar.
• vísindamenn, einkum náttúruvísindamenn.
Sumarliði telur að almennu ferðamennirnir, sem hann nefnir svo,
hafi verið fjölmennasti hópurinn en tekur fram „að skil milli ein-
stakra hópa hafi ekki verið skörp“ og má til sanns vegar færa. Um
vísindamennina segir Sumarliði: „Sumir þeirra ferðuðust vegna starfa
sinna en aðrir voru hér í frístundum.“11 Þetta er vissulega rétt. Hér
er tekinn sá kostur að telja alla vísindamenn og fræðimenn til
skemmtiferðamanna þótt meginmarkmiðið með ferðum þeirra hafi
ef til vill verið vísindalegt.
Talning ferðamanna og greining á þjóðerni og markmiðum
ferðarinnar er ýmsum vandkvæðum háð. eftir því sem næst verður
komist eru ekki til skrár eða nákvæmar tölulegar upplýsingar um
heimsóknir erlendra ferðamanna til Íslands á því tímabili sem hér
um ræðir. Þótt oft megi sjá í fréttablöðunum upplýsingar um þá
erlendu ferðamenn sem komu með millilandaskipunum er sú ekki
ferðamannalandið ísland 75
9 Upphaf fjöldaferðamennsku um og upp úr 1840 má m.a. tengja tilkomu gufu-
skipa og járnbrauta, sem greiddu mjög fyrir samgöngum, og auðveldari
viðskiptum með gjaldmiðla, tilkomu ferðaskrifstofa, nútíma ferðahandbókum
og stóraukinni útgáfu ferðabóka. Sjá James Buzard, „The Grand Tour and after
(1660–1840)“, bls. 47–50.
10 Sjá t.d. David A. Fennell, Ecotourism, bls. 4.
11 Sumarliði Ísleifsson, Ísland framandi land, bls. 151–153.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 75