Saga - 2015, Side 82
gerðum. Heimsóknum þeirra fór ört fjölgandi upp úr miðri nítjándu
öld en þá nutu slíkar skemmtisiglingar mikilla vinsælda meðal
breskrar yfirstéttar. Því fylgdi ævintýraljómi að sigla snekkju um
heimsins höf og það útheimti talsverða kunnáttu að stýra slíku fleyi
yfir úfið Atlantshaf alla leið til Íslands, þótt eflaust hafi mörg þessara
skipa verið búin gufuvélum (hjálparvélum) og að auki með segl-
búnað.21 Á árunum 1858 til 1875 komu að minnsta kosti ellefu
snekkjur til landsins, flestar breskar. erfitt er að segja til um ná -
kvæman fjölda farþega, sem með þeim kom, en þó virðast þeir
oftast hafa verið fáir. Stundum er þess getið í blöðunum að nokkrir
farþegar af snekkju hafi komið í land og skoðað sig um, jafnvel farið
að Geysi. Snekkjurnar virðast sjaldan hafa haft langa viðdvöl í
Reykjavík en nokkur dæmi eru um að þær hafi komið við á öðrum
höfnum líka. Í fréttablöðunum kemur fram að hér var jafnan á
ferðinni vellauðugt fólk á glæsilegum fleytum.
Með því að rýna í fréttablöðin má greina þjóðerni um 240 er -
lendra ferðamanna sem heimsóttu landið á árunum 1858–1875. Þá
eru ekki teknir með í reikninginn þeir sem komu á einkasnekkjum,
einfaldlega vegna þess hve erfitt er að áætla fjölda ferðamanna sem
með þeim komu. Af þessum um 240 ferðamönnum eru um 210
sagðir breskir (þar af eru a.m.k. sautján skoskir en þeir gætu þó
verið mun fleiri), þrettán þýskir, tíu franskir, þrír komu frá Norður-
Ameríku, þrír eru sagðir danskir, einn írskur, einn rússneskur og
einn prússneskur. Hvað þjóðernið varðar breytist myndin lítið þegar
einkasnekkjurnar eru teknar með í reikninginn því þær voru flestar
breskar, eða átta talsins, tvær voru írskar og ein rússnesk.
Ásókn breskra ferðamanna til Íslands þarf ekki að koma á óvart.
Á nítjándu öld voru þeir gjarnan fjölmennasti hópur ferðamanna á
vinsælum ferðamannastöðum á meginlandi evrópu. Þar ruddi
breska yfirstéttin brautina og vaxandi miðstétt fylgdi í kjölfarið
þegar leið á öldina. Þessir ferðamenn sóttust meðal annars eftir
afþreyingu í tilkomumiklu landslagi og sveitalífi sem væri andstæða
iðnvædds borgarsamfélags.22 Margir englendingar (og ferðamenn
víðar að) sóttu reyndar til Skosku hálandanna í þessum tilgangi og
arnþór gunnarsson80
21 Lincoln Paine, The Sea and Civilization, bls. 538. Sjá einnig Þorvaldur Thorodd -
sen, Landfræðissaga Íslands III, bls. 167–168 og 168 nm.
22 John k.Walton, „British Tourism between Industrialization and Globalization
— An Overview“, Making of Modern Tourism. The Cultural History of the British
Experience, 1600–2000 (Basingstoke: Palgrave MacMillan 2002), bls. 109–131.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 80