Saga - 2015, Síða 83
höfðu gert frá því á seinni hluta átjándu aldar. Hálöndin höfðu upp
á margt að bjóða sem ferðamenn sóttust síðar eftir að upplifa á
Íslandi, svo sem tilkomumikið landslag, bændasamfélag, sögufræga
staði og menningararf. Ferðamennska hafði því lengi verið snar þátt-
ur í atvinnulífi margra Skota og var mjög vaxandi á síðari hluta nítj-
ándu aldar. Sem ferðamannaland stóð Ísland Skotlandi langt að baki
í byrjun tuttugustu aldar sé litið til uppbyggingar ferðaþjónustu,
samgangna og annarra grunnstoða sem ferðamennska byggist á.23
Þegar rýnt er í stöðu, menntun og kyn erlendu ferðamannanna
leynir sér ekki hve margir voru af efstu stigum samfélagsins. ekki
minna en tugur greifa, prinsa og fursta kom í skemmtiferðir til
Íslands á árunum 1858–1875 og eru þá ekki taldir með þeir tignu
gestir sem komu til að vera viðstaddir hátíðarhöldin 1874. Aðals -
menn, lávarðar, jarðeigendur, „göfugmenni“, „fyrirmenni“, „eðal-
menni“ og fleiri slíkir skiptu tugum. Mörgum þeirra fylgdu þjónar
og annað aðstoðarfólk. Prófessorar, læknar, lögfræðingar, prestar og
aðrir menntamenn voru einnig býsna margir, sem og náttúrufræð -
ingar og aðrir fræðimenn. Sumir þessara ferðamanna komu með
dætur sínar, syni, eiginkonur, vini eða vandamenn. Það á ekki síst við
um þá sem komu á einkasnekkjum. einnig voru allmargir stúdentar
og námsmenn í hópi ferðamanna. Fyrir þá hefur Íslandsferðin verið
liður í því að mannast, öðlast reynslu og skoða heiminn. Greini legt
er að flestir þessara ferðamanna hafa komið til að skoða náttúruna;
þeir fóru að sjá þess háttar staði. Þess er ekki oft getið í blöðunum að
erlendu ferðamennirnir hafi komið til að fara á sögu slóðir24 en
ferðabækur þess tíma sýna að margir þeirra höfðu áhuga á sögu
lands og þjóðar og geta með sönnu kallast „sögupílagrímar“.25
Svo virðist sem algengt hafi verið að menn ferðuðust tveir sam -
an eða í smáum hópum (þrír til fimm) en sjaldnar í stærri hópum.
ferðamannalandið ísland 81
23 Alastair J.Durie, Scotland for the Holidays. A History of Tourism in Scotland, 1780–
1939 (east Linton: Tuckwell Press 2003); katherine Haldane Grenier, Tourism
and Identity in Scotland, 1770–1914. Creating Caledonia (Aldershot: Ashgate
2005), bls. 58–64; Marjorie Morgan, National Identities and Travel in Victorian
Britain.
24 Sjá t.d. Íslendingur 12. júlí 1861 (9. tbl. B), bls. 72; Þjóðólfur 30. júlí 1862, bls. 127
og 134.
25 Sumarliði Ísleifsson, Ísland framandi land, bls. 195–205; Sigrún Pálsdóttir,
Icelandic Culture and victorian Thought. British Interpretations (c. 1850–1900)
of the History, Politics and Society of Iceland. Óprentuð doktorsritgerð í
sagnfræði frá University of Oxford, 2000, bls. 112–113.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 81