Saga - 2015, Page 85
Sprengisand til Mývatns. Sumir ætluðu að ferðast víðar um Norður -
land og koma síðan landleiðina suður til Reykjavíkur aftur. Slík
ferðalög tóku að minnsta kosti nokkrar vikur. Önnur langferðalög
um landið voru nokkuð vinsæl á þessum tíma og stóðu vikum sam-
an, jafnvel lungann úr sumri.
ekki þarf að koma á óvart að hálendið og óbyggðirnar hafi freist -
að breskra ferðalanga. Þeir höfðu dregist að slíkum land svæðum
síðan á tíma The Grand Tour (um 1660–1830) sem áður er getið. Þá
leituðust ungir yfirstéttarmenn við að fara ótroðnar slóðir, upplifa
hættur og ógnir náttúrunnar en jafnframt fegurð hennar, og skrif -
uðu jafnvel ritgerðir eða bækur um reynslu sína og ævintýri.27
eldfjöll og eldsumbrot hafa löngum vakið forvitni ferðalanga. Til
að mynda var eldfjallið vesúvíus á Ítalíu meðal áfangastaða á The
Grand Tour.28 Ísland var þekkt fyrir eldfjöll sín og hraun sem áttu
stóran þátt í að laða útlendinga til landsins. Þar var Hekla efst á
blaði og Snæfellsjökull öðlaðist frægð langt út fyrir landsteinana
með hinni vinsælu skáldsögu Jules verne, Voyage au centre de la Terre,
sem gerist að hluta til á Íslandi. Sagan kom út 1864 og var þýdd á
fjölmörg tungumál.29 Á því tímabili sem hér um ræðir vöktu að
minnsta kosti þrjú eldgos nokkra athygli erlendra ferðamanna. Árin
1862 og 1867 gaus við norðvestanverðan vatnajökul og 1875 urðu
gríðarmikil eldsumbrot í og við Öskju. engin hægðarleikur var að
nálgast þessar gosstöðvar en þó geta fréttablöðin um nokkra
leiðangra erlendra ferðamanna í þeim tilgangi.30
Að öllu samanlögðu var Suðvesturland langvinsælast til ferða -
laga. Þeir sem ekki lögðu upp í langferðir dvöldu flestir í landinu
þar til póstskipið fór aftur til útlanda; það gat verið um það bil ein
vika eða allt fram að næstu ferð skipsins um mánuði síðar. Og það
átti við um flesta erlenda ferðamenn. Dvalartími þeirra var ýmist
um ein vika eða upp undir einn mánuð.
ferðamannalandið ísland 83
27 Sjá t.d. Ian Ousby, The Englisman’s England. Taste, Travel and the Rise of Tourism
(London: Pimlico 1990), bls. 100–118; John k. Walton, „British Tourism be tween
Industrialization and Globalization“, bls. 109–124.
28 Chloe Chard, „From the Sublime to the Ridiculous: The Anxieties of Sight -
seeing“, Making of Modern Tourism, bls. 47. Ferðamaðurinn á The Grand Tour var
í leit að náttúruundrum, sem gerðu hann höggdofa og fylltu unaði, því sem
frábrugðið var hinu kunnuglega af heimaslóðum hans (bls. 48).
29 Sumarliði Ísleifsson, Ísland framandi land, bls. 176. Um Snæfellsjökul sjá bls. 179
og 183. Á Heklu er minnst víða í bókinni, samanber nafnaskrá.
30 Sjá t.d. Þjóðólfur 22. júní 1870, bls. 133, og Ísafold 26. júlí 1875, d. 111–110.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 83