Saga - 2015, Síða 88
Fátt bendir til að samsetning ferðamannanna hafi breyst að ráði
frá því sem áður var sé litið til stöðu, menntunar o.s.frv. Bretar voru
áfram í miklum meirihluta og þýsku- og frönskumælandi ferða -
menn voru næstfjölmennasti hópurinn, að því er virðist. Í það
minnsta tólf útlendar einkasnekkjur komu til Reykjavíkur árin 1876–
1890, þar af tíu breskar en tvær franskar.
1891–1900: Skemmtiferðamenn í hópum
engin leið er að segja með nokkurri vissu um fjölda erlendra ferða -
manna á landinu frá ári til árs á tíunda áratug aldarinnar. Þótt
fréttablöðin geti oft um komur ferðamanna til landsins er það allt
með höppum og glöppum. Á hinn bóginn má af efni blaðanna ráða
að þá hefur verið ört vaxandi umferð ferðamanna hér á landi, sér-
staklega um og upp úr miðjum áratugnum. einnig ber meira á um -
ræðu um efnahagslega þýðingu ferðamanna fyrir samfélagið og
mikilvægi þess að koma til móts við þarfir þeirra.38
Sumarið 1891 segir í tímaritinu Norðurljósinu að á hverju ári komi
ferðamenn að Geysi „svo tugum skiptir“.39 Ætla má að mjög margir,
jafnvel flestir, ferðamenn sem til landsins komu á þessum tíma hafi
farið að sjá Geysi, þannig að af þessum annars fátæklegu upplýsing-
um má fá einhverja hugmynd um árlegan heildarfjölda ferðamanna
á landinu. ekki er ósennilegt að þeir hafi verið nálægt 100 eða ríflega
það árið 1891.
eins og áður segir var um 1880 orðið meira um að ferðamenn
dveldu skemur á landinu en áður fyrr, allt niður í nokkra daga, enda
skipaferðir þá orðnar tíðari. Árið 1895 sagði Sigurður Pálsson (1815–
1897), bóndi á Laug í Biskupstungum, í samtali við Björn Jónsson,
ritstjóra Ísafoldar, að breyting hefði orðið á ferðahegðun fólks við
Geysi síðustu áratugina, eða frá því að Geir Zoëga, athafnamaður í
Reykjavík, annaðist sjálfur leiðsögn. (Það hefur verið frá því um
miðjan sjötta áratuginn og fram yfir 1880). Sigurður sagði einnig að í
seinni tíð kæmu ferðamenn „eins og þegar kría sezt á stein, eru roknir
arnþór gunnarsson86
38 Um efnahagslegan hag af ferðamönnum og ferðaþjónustu sjá t.d. „Ferða -
menn“, Norðurljósið 6. árg. 13. tbl. (1891), bls. 50; „Ferðir útlendinga um
Ísland“, Fjallkonan 2. ágúst 1892, bls. 121–122; Sig. Júl. Jóhannesson, „Útlendir
ferðamenn“, Dagskrá 24. ágúst 1897, bls. 187; Sunnanfari 3. árg. 1. tbl. (1893), bls.
7; „Útlendingar á Íslandi“, Dagskrá 1. júlí 1896, bls. 3.
39 „Ferðamenn“, Norðurljósið 6. árg. 13. tbl. (1891), bls. 50.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 86