Saga - 2015, Page 91
saman; þar á meðal ýmsir meiri háttar menn, greifar og barónar
o.s.frv.“ Hópurinn fór til Þingvalla og að Geysi og Gullfossi.46 Í tíma-
ritinu Sunnanfara var fullyrt að fyrirlestur, sem Þorvaldur Thorodd -
sen náttúrufræðingur hélt hjá Dansk Touristforening í kaup manna -
höfn í febrúar sama ár, hefði „stutt mjög til þess“ að félagið efndi til
þessarar Íslandsfarar.47 Fram að þessu höfðu Danir og aðrir Norður -
landabúar lítið ferðast til Íslands í afþreyingarskyni og það breyttist
reyndar lítið fram að styrjöldinni ef hópferðirnar eru undanskildar.
Í grein sem Finnur Jónsson, prófessor við háskólann í kaup manna -
höfn, skrifaði í tímaritið Atlanten árið 1904 taldi hann ástæðurnar
fyrir þessu einkum þrjár: langa sjóferð, langan ferða tíma, þegar á
heildina væri litið, og mikinn kostnað. Þar fyrir utan hafi Norður -
landabúar frekar sóst eftir því að dvelja á suðlægari og sólríkari
slóðum í sumarleyfum sínum.48
ferðamannalandið ísland 89
Almannagjá á Þingvöllum. vegurinn um gjánna var lagður 1897. ef vel er að
gáð má sjá konu á veginum. Fjær er gistihúsið valhöll. — Ljósm. óþekktur.
Útg. Bókaverzlun Ísafoldar. (Póstkort í eigu höfundar).
46 Þjóðólfur 28. júlí 1893, bls. 143; Þjóðólfur 4. ágúst 1893, bls. 148.
47 „Ferðir útlendinga til Íslands. Skemtiför frá Danmörku í sumar“, Sunnanfari 2.
árg. 10. tbl. (1893), bls. 90–91; „Ferðir útlendinga til Íslands“, Sunnanfari 2. árg.
9. tbl. (1893), bls. 85–86.
48 Finnur Jónsson, „en Rejse til Island“, Atlanten 1. árg. (1904), bls. 145.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 89