Saga - 2015, Page 95
ingar ferðamennska er víðtækt hugtak en til að einfalda málið má
segja að slík ferðamennska feli í sér snertifleti ólíkra menningar-
heima þar sem ferðamaðurinn leitast við að kynnast og komast í
tæri við menningu sem er honum á einhvern hátt framandi. Þannig
verður hin framandi menning hvati ferðalagsins og þar með
aðdráttaraflið. Slík ferðalög geta til dæmis falið í sér heimsóknir á
sögustaði, söfn og leikhús eða bein samskipti við heimamenn,
einnig neyslu heimagerðra matvæla, kaup á minjagripum o.s.frv.58
Þegar menningarferðamennska er skilgreind nánar er gripið til hug-
taka eins og heritage tourism (arfleifðarferðamennska), indigeneous
tourism (frumbyggjaferðamennska) og literary tourism (bókmennta-
ferðamennska).59 Það er einkum síðastnefnda hugtakið sem haft er
til hliðsjónar hér á eftir.
Á árunum 1897–1900 komu þrjú erlend skemmtiferðaskip til
Reykjavíkur með rúmlega fjögur hundruð farþega alls. Tvö þeirra
voru bresk og komu hingað frá Svalbarða en hið þriðja var banda-
rískt á leið frá New york. Á þessum tíma nutu skemmtisiglingar
með íburðarmiklum farþegaskipum ört vaxandi vinsælda, bæði á
hlýjum slóðum nærri miðbaug og á norðlægari slóðum.60 Heim -
sóknir hinna glæsilegu skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur voru
aðeins forsmekkurinn af því sem landsmenn fengu að kynnast í
byrjun nýrrar aldar.
Þýsku skemmtiferðaskipin, sem hingað komu á árunum 1905–
1914, hófu för sína í Þýskalandi eða Frakklandi. Þau höfðu oftast
viðkomu á Bretlandseyjum, ekki síst í Leith þar sem farþegarnir fóru
í skoðunarferðir um edinborg og nágrenni. Síðan var siglt áleiðis til
Reykjavíkur, oft með viðkomu í Færeyjum. eftir eins til þriggja daga
viðdvöl í Reykjavík sigldu skipin vestur og norður með landi,
stund um með viðkomu á Ísafirði en oftar á Akureyri þar sem far -
þegar fengu jafnvel tækifæri til að skreppa í land. Þaðan var haldið
ferðamannalandið ísland 93
58 edward Hákon Huijbens og Gunnar Þór Jóhannesson, Ferðamál á Íslandi
(Reykjavík: Mál og menning 2013), bls. 172–188; Melanie Smith, Nicola
MacLeod og Margret Hart Robertson, Key Concepts in Tourist Studies (Los
Angeles: SAGe Publication Ltd. 2010), bls. 30–33.
59 Melanie Smith, Nicola MacLeod og Margret Hart Robertson, Key Concepts in
Tourist Studies, bls. 30–33, 93–98 og 103–111.
60 Mark Nuttal, „Packaging the Wild. Tourism Development in Alaska“, Tourists
and Tourism. Identifying with People and Places, bls. 223–338. Ritstj. Simone
Abram, Jacqueline D. Waldren og Donald v.L. Macloed (Oxford: Berg 1997),
bls. 225–227; Lincoln Paine, The Sea and Civilization, bls. 537.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 93