Saga - 2015, Page 96
norður til Svalbarða. Þar gafst farþegunum góður tími til að skoða
sig um og njóta miðnætursólar áður en siglt var suður með strönd
Noregs með viðkomu á einni eða fleiri höfnum. Loks var haldið
aftur til Þýskalands og komið þangað eftir um fjögurra vikna ferð.61
Sum árin fóru skipin tvær slíkar hringferðir um norðurhöf með
viðkomu á Íslandi, en aldrei urðu þó viðkomur þýsku skipanna hér-
lendis fleiri en samtals þrjár á sumri.
eins og gefur að skilja voru flestir farþegarnir þýskir eða þýsku-
mælandi, efnafólk og fyrirmenni enda hafa svona ferðalög kostað
skildinginn. Það vekur þó athygli hve margar þjóðir áttu fulltrúa
meðal farþeganna. Fólk frá vesturheimi var áberandi margt. Til
dæmis var rúmlega helmingur farþeganna þaðan (einkum frá austur -
strönd Bandaríkjanna og Chicago) þegar Oceana kom til Reykjavíkur
í júlí 1908.62 Á þessum tíma var orðið mikið um að íbúar Norður-
Ameríku af evrópskum uppruna ferðuðust til gamla heimsins sér til
ánægju.63 Greinilegt er að sumir þessara langferðamanna hafa tekið
sér far með þýsku skemmtiferðaskipunum til Íslands. Og útgerðar-
félög skipanna gerðu líka sitt til að lokka þá með. Þannig segir Ísafold
frá því, snemma sumars 1909, að Hamborgar-Ameríkulínan hafi „birt
stóra auglýsingu“ í bandaríska vikublaðinu The Saturday Evening Post
„um það, að til hins fagra Íslands og Noregs fari nokkrum sinnum í
sumar nýtízku skemtiferða gufuskip, er hentugt samband hafi frá
Ameríku við skip félagsins í New-york.“64 Ísafold segir jafnframt frá
ýmiss konar umfjöllun amerískra blaða um Ísland og hefur það eftir
dönsku blaði. Ísland var að komast í tölu ferða manna landa.
Þegar þýska skemmtiferðaskipið Grosser Kurfürst kom til Reykja -
víkur á miðju sumri 1910 með um 350 farþega gat Fjallkonan þess að
þeir hefðu látið „hér í póst 195 bréf og 4396 bréfspjöld“. Bréfin og
bréfspjöldin (póstkort voru gjarnan kölluð bréfspjöld eða spjaldbréf)
voru til eftirtalinna landa: „Bandaríkjanna 494, Þýzka lands 2768,
Austurríkis og Ungverjalands 463, Sviss 152, Frakklands 122, Hol -
arnþór gunnarsson94
61 Norðurland 21. júlí 1906, bls. 180; John T. Reilly, Greetings from Spitsbergen.
Tourists at the Eternal Ice 1827–1914 (Trondheim: Tapir Academic Press 2010),
einkum bls. 129–159; The Scotsman 7. ágúst 1906, bls. 4; The Scotsman 9. júlí
1907, bls. 6; The Scotsman 7. júlí 1908, bls. 6; The Scotsman 8. júlí 1910, bls. 9; The
Scotsman 2. ágúst 1912, bls. 6; Þjóðviljinn 18. júlí 1906, bls. 135.
62 Ísafold 11. júlí 1908, bls. 166.
63 John R. Gold og Margaret M. Gold, Imagining Scotland, bls. 91.
64 Ísafold 2. júní 1909, bls. 131.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 94