Saga - 2015, Page 98
sama sumri. Öll skipin voru ýmist gerð út af Norddeutscher Lloyd eða
Hamburg-Amerika-Linie (HAPAG). Þótt skipin gætu hvert um sig
borið nokkur þúsund farþega komu þau aldrei með fleiri en 500
farþega í einu til Íslands. (Trúlega var aðeins 1. farrýmið nýtt í þess-
um ferðum.) Árlegur heildarfjöldi farþega hefur verið á bilinu rúm-
lega 400 (1905) til rúmlega 1300 (1912 og 1913) og lætur nærri að
heildarfarþegafjöldi áranna 1905–1914 hafi verið um 8300. Árlegur
meðalfjöldi hefur þá verið nálægt 830.67 Þá eru áhafnir skipanna
ekki taldar með en af heimildum má ætla að skipverjar hafi verið
álíka margir og farþegarnir. Og eitthvað var um að áhafnir færu í
land ásamt farþegunum. Þannig segir Ísafold frá því að þegar Grosser
Kurfürst og Victoria Louise voru samtímis í Reykjavík í júlí 1913 hafi
„yfir 1000 útlendingar“ verið í landi. „Það úði og grúði af ferða -
mönn um, akandi, ríðandi, gangandi og siglandi.“68 Aldrei hafði
önnur eins mergð skemmtiferðamanna sést á landinu.
Farþegunum gafst tækifæri til að skoða sig um í bænum og
nágrenni hans, jafnvel að skreppa til Þingvalla. einnig var vinsælt
að ríða inn að þvottalaugum og elliðaám og skoða Tröllafoss í Mos -
fellsdal.
Ditlev Thomsen, kaupmaður og konsúll, hafði oftast veg og vanda
af móttöku ferðamannanna og sá til þess að þeim byðist ýmiss
konar afþreying í bænum. Forngripasafnið og náttúrugripasafnið
voru sótt heim og yfirleitt var efnt til kappreiða á Skildinga nes -
melum. Skemmtanir með hljóðfæraleik voru haldnar í Bárubúð og
víðar og jafnvel sýnd íslensk glíma. Stundum kom skipshljómsveitin
í land og lék á Austurvelli og ósjaldan fór íslenskur söngflokkur um
borð í skipin til að skemmta farþegunum. Þá var góð borgurum oft
boðið til gleðskapar og veisluhalda um borð.69 versl anir nutu líka
góðs af viðskiptum við skemmtiferðamennina þýsku, meðal annarra
basar Thorvaldsensfélagsins í Austurstræti. Þar keyptu ferðamenn-
arnþór gunnarsson96
67 Sjá t.d. Fjallkonan 16. ágúst 1910, bls. 124; Ingólfur 25. júlí 1905, bls. 116; Ingólfur
16. ágúst 1908, bls. 133; Ingólfur 7. júlí 1910, bls. 107; Ingólfur 14. júlí 1910, bls.
111; Ísafold 12. júlí 1906, bls. 179; Ísafold 13. júlí 1907, bls. 190; Ísafold 11. júlí 1908,
bls. 111; Ísafold 8. júlí 1908, bls. 161; Norðri 22. júlí 1909, bls. 115; Norðurland 16.
ágúst 1913, bls. 122; John T. Reilly, Greetings form Spitsbergen, einkum bls. 129–
159 og 195–213; Reykjavík 17. júlí 1909, bls. 142; Suðurland 22. júlí 1911, bls. 25;
Þjóðólfur 19. júlí 1907, bls. 119; Þjóðólfur 14. ágúst 1908, bls. 137; Þjóðviljinn 10.
ágúst 1912, bls. 148; Þjóðviljinn 22. júlí 1913, bls 124; Þjóðviljinn 31. júlí 1914.
68 Ísafold 16. júlí 1913, bls. 224.
69 Sjá tilvísun nr. 67.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 96