Saga - 2015, Page 100
irnir íslenskan heimilisiðnað svo sem ullar- og prjónavörur, útsaum,
uppstoppaða fugla og minjagripi sem listfengt og oft fátækt fólk
hafði gert. Fólk hefur áreiðanlega munað um þann söluhagnað sem
það hafði af framleiðslu sinni en basarinn tók aðeins 10% söluþókn-
un af seldum munum.70 Að auki létu farþegarnir oft myndarlegar
fjárhæðir af hendi rakna til góðgerðarmála.
Að öllu samanlögðu má ætla að komur skemmtiferðaskipanna
hafi lífgað upp á tilveruna í Reykjavík — bæ sem taldi ekki nema
um 6000 íbúa — og verið kærkomin búbót fyrir ýmiss konar verslun
og þjónustu. Ferðir farþeganna virðast hafa verið í býsna föstum
skorðum og þess var gætt að þeir kæmust í kynni við landsmenn og
menningu þeirra. Þarna mættust ólíkir menningarheimar, annars
vegar stétt auðugs heldrafólks úr helstu iðn- og nýlenduveldum
heimsins og hins vegar fulltrúar fámennrar og fátækrar danskrar
hjálendu á afskekktri eyju. Snertiflöturinn var takmarkaður, bæði í
tíma og rúmi. Slík kynni eru eitt af helstu einkennum nútíma-
ferðamennsku, ekki síst þeirrar sem kennd er við pakkaferðir eða
fjöldaferðamennsku. Þetta eru gjarnan yfirborðskennd kynni og má
deila um hversu sanna mynd þau gefa af menningu heimamanna
eða hvort þau viðhalda ranghugmyndum og fordómum milli ólíkra
menningarheima fremur en að draga úr þeim. Slík framsetning á
menningu heimamanna getur með tímanum rýrt inntak hennar og
merkingu, gert hana að markaðsvæddri neysluvöru fyrir erlenda
ferðamenn.71
Að vissu leyti má líta á skemmtiferðaskipin sem eins konar tákn
nýlendu- og heimsvaldastefnunnar. Undir lok nítjándu aldar og í
byrjun tuttugustu aldar kepptust stórveldin við að smíða slík skip
til siglinga um öll heimsins höf. Stærð þeirra og íburður, fjöldi reyk-
arnþór gunnarsson98
70 knútur Arngrímsson, Thorvaldsensfélagið 70 ára. Minningarrit (Reykjavík: Ísa -
foldarprentsmiðja h.f. 1946), bls. 64–75, 69 og 71–73; „Skýrsla um „BAZAR“
Thorvaldsensfélagsins 1905“, Kvennablaðið 12. árg. 1. tbl. (1906), bls. 7; „Skýrsla
um sölu á „Bazar“ Thorvaldsensfélagsins“, Kvennablaðið 13. árg. 1. tbl. (1907), bls.
3–4; Sportsman’s and Tourist’s Handbook to Iceland. 11. útg. Leith: Geo. v. Turnbull
& Co., 1909 (sjá auglýsingu frá Thorvaldsensfélaginu); Þjóðólfur 23. febrúar 1900,
bls. 35; Þjóðólfur 19. júlí 1907, bls. 119; Þjóðviljinn 18. júlí 1906, bls. 135.
71 Simon Abram og Jacqueline Waldren, „Introduction“, Tourists and Tourism.
Identifying with People and Place. Ritstj. Simone Abram, Jacqueline D. Waldren
og Donald v.L. Macloed (Oxford: Berg 1997), bls. 1–11; Mark Nuttal, „Pack -
aging the Wild“, bls. 223–338.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 98