Saga - 2015, Page 101
háfa og ganghraði jókst með hverju árinu sem leið og varð eins kon-
ar mælikvarði á ríkidæmi þessara þjóða og getu á iðnaðarsviðinu.
Þótt skipafyrirtækin stóru væru einkafyrirtæki nutu þau umtals-
verðra opinberra styrkja og fyrirgreiðslu, þannig að skip þeirra voru
nokkurs konar fánaberar ríkja sinna (ekki ósvipað og millilandaflug-
vélar síðar).72 Að sigla með heldri þegna sína í afþreyingarskyni til
afskekktra eyja norður í höfum, eins og Íslands og Svalbarða, var
því eins konar yfirlýsing um efnahagslega og menningarlega getu,
hluti af sjálfsmyndarsköpun nýlenduveldanna.
Áður en sagt er skilið við skemmtiferðaskipin má geta þess að
sumarið 1913 kom skoska skemmtiferðaskipið Ermine til landsins
með um 100 farþega. Skipið hafði viðdvöl í fjóra daga. „Ýmsir af
ferðamönnunum fóru til Þingvalla, en hinir létu sér nægja, að aka,
eða ríða, hér um bæinn og grenndina,“ segir í Ísafold.73 Í mars 1914
greindi skoska blaðið The Scotsman frá því að fyrirhugað væri að
ferðamannalandið ísland 99
Þegar þýsku skemmtiferðaskipin sigldu frá Reykjavík vestur með landi
áleiðis til Svalbarða, gátu farþegarnir virt fyrir sér Hornbjarg og önnur til-
komumikil fuglabjörg og fjöll við ströndina. — Ljósm. óþekktur. Útg. O.
Johnson & Kaaber, Reykja vík. (Póstkort í eigu höfundar).
72 Lincoln Paine, The Sea and Civilization, bls. 517–518, 532–534 og 537.
73 Ísafold 10. júlí 1913, bls 116; Vísir 30. júní 1913, bls. 1.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 99