Saga - 2015, Page 102
Ermine færi tvær ferðir með farþega til Íslands þá um sumarið, aðra
frá Glasgow en hina frá Liverpool. Að sögn blaðsins var sigling
skipsins til Íslands sumarið 1913 „most popular, and included holi-
daymakers from all parts of Great Britain and Ireland.“74 eins og að
var stefnt kom Ermine til Reykjavíkur í júní 1914. Um borð voru 72
farþegar (flestir Skotar og englendingar) og hafði skipið fimm daga
viðdvöl.75 Til skemmtunar var meðal annars efnt til knattspyrnu -
leiks þar sem Fram atti kappi við áhöfn og farþega á skipinu.76 Aftur
á móti féll seinni ferð skipsins niður, eflaust vegna ófriðarins sem
hófst í evrópu 28. júlí. Akureyrarblaðið Norðri sagði frá því að hætt
hefði verið við ferð þýska skemmtiferðaskipsins Victoria Louise í
ágúst, „vafalaust vegna ófriðarhorfanna“.77 Nú gerðust hlutirnir
hratt. Hinn 15. ágúst mátti lesa í Morgunblaðinu að daginn áður hefði
heyrst áköf skothríð norður af Færeyjum og gátu menn sér þess til
að þar ættust við „2 þýzk og 2 brezk beitiskip“.78 Í stað glæsiskipa
með gáskafulla skemmtiferðamenn innanborðs voru komin herskip
grá fyrir járnum.
Snúum okkur þá að hinum þætti menningarferðamennskunnar
sem til umfjöllunar er í þessum hluta, það er að segja bókmennta-
ferðamennskunni. Þegar flett er í íslensku fréttablöðunum og tíma -
ritun um fer ekki á milli mála að um og upp úr aldamótunum fjölg -
aði mjög í hópi svokallaðra Íslandsvina sem margir hverjir létu til
sín taka á sviði bókmennta og menningar. Til að mynda færðist í
vöxt að útlendingar, sem hingað höfðu komið, héldu fyrirlestra um
land og þjóð erlendis, meðal annars í Bretlandi, Danmörku og Þýska -
landi. Sama á reyndar við um Íslendinga sem bjuggu eða dvöldu
erlendis um árabil, svo sem Jón Sveinsson rithöfund og Þorvald
Thoroddsen náttúrufræðing, sem áður er getið.79 Með fyrir lestr un -
um voru jafnvel sýndar ljósmyndir frá Íslandi og tíundaðir kostir
landsins sem ferðamannalands.
arnþór gunnarsson100
74 The Scotsman 12. mars 1914, bls. 9. Sjá einnig Vísir 25. mars 1914, bls 1.
75 Ísafold 27. júní 1914, bls. 192; Morgunblaðið 27. júní 1914, bls. 1–2; Þjóðviljinn 30.
júní 1914, bls. 121.
76 Morgunblaðið 26. júní 1914, bls. 3; Morgunblaðið 29. júní 1914, bls. 2; Vísir 25. júní
1914, bls. 1.
77 Norðri 1. ágúst 1914, bls. 79.
78 Morgunblaðið 15. ágúst 1914, bls. 1.
79 Sjá t.d. Eimreiðin 1. árg. 1. tbl. (1895), bls. 79; Lögberg 30. desember 1909, bls. 4–
5; „Ferðir útlendinga til Íslands“, Sunnanfari 2. árg. 9. tbl. (1893), bls. 85–86;
Þjóðólfur 1. febrúar 1898, bls. 22.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 100