Saga - 2015, Page 104
að til hinnar eljusömu starfsemi J.C. Poestions, um fleiri áratugi, í því
að opna augu Þjóðverja fyrir Íslandi sem bókmennta- og ferðamanna-
landi, megi rekja drögin til þess að „Hamborgar-Ameríkulínan“ færðist
fyrst í fang að senda skemtiskip til Íslands í stórum stíl. Hann hafi gert
Hamborgarmönnum sérstaklega Íslands hugmyndina handgenga og
eigi það sinn hlut í þeim verklega árangri.82
Af framansögðu má ráða að fyrirlestrar og prentað efni ýmiss konar
um Ísland hafi átt drjúgan þátt í fjölgun erlendra ferðamanna um og
upp úr aldamótunum 1900. Að líkindum hafa útlendingar skrifað
miklu meira um íslenska náttúru og íslenskt mannlíf á þessum tíma
en Íslendingar sjálfir. Hvað náttúruna varðar er vert að hafa í huga
að stór hluti hálendisins (og þar með landsins) var landsmönnum
almennt lítt kunnur langt fram á nítjándu öld. Það breyttist ekki að
marki fyrr en með rannsóknum og ritum Þorvaldar Thoroddsen
náttúrufræðings á síðustu tveimur áratugum nítjándu aldar og í
byrjun þeirrar tuttugustu.83
Hvað bókmenntirnar varðar er líka vert að nefna erlendar skáld-
sögur sem gerðust að nokkru eða öllu leyti á Íslandi. Áður hefur verið
minnst á sögu Jules verne, Voyage au centre de la Terre, sem út kom
1864. Rúmum 40 árum síðar, í apríl 1908, sagði fréttablaðið Huginn í
Reykjavík frá nýútkominni skáldsögu, Der König von Thule (konung -
urinn í Thule) eftir Þjóðverjann Paul Grabeins (1869–1945), sem bóka-
forlag í Leipzig gaf út. Að sögn blaðsins gerðist sagan „sumpart á
skemtiferðaskipinu „Hamborg“ [skemmtiferðaskip með því nafni
kom til Reykjavíkur sumarið 1905] og sumpart á Íslandi. — Þýzk blöð
hæla sögunni mjög og segja að hún fræði menn einkar vel um Ísland
og íslenzka menningu og sé auk þess mjög „spennandi“.“84
Ferðamennska sem höfðaði til áhuga fólks á bókmenntum á sér
langa sögu og var orðin býsna umfangsmikil í evrópu á nítjándu
öld. Í hugum lesenda var sterk og órjúfanleg tenging á milli texta og
staða. Á ferðalögum heimsóttu lesendur fæðingarstaði rithöfunda,
heimili þeirra, grafir og sögusvið skáldsagna þeirra. Og tengsl texta
og staða lágu líka í gegnum ævisögur, ferðahandbækur og ferða -
bækur höfundanna. Á níunda áratug nítjándu aldar komu svo út
arnþór gunnarsson102
82 Ísafold 13. ágúst 1913, bls. 252.
83 Sjá yfirlit yfir rit Þorvalds: Páll Imsland, „Þorvaldur Thoroddsen“, Landfræðis -
saga Íslands V. bindi. Lykilbók. Viðaukar og skrár. Ritstj. Gísli Már Gíslason og
Guttormur Sigbjarnarson (Reykjavík: Ormstunga 2009), bls. 32–33.
84 Huginn 30. apríl 1908, bls. 29.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 102