Saga


Saga - 2015, Page 112

Saga - 2015, Page 112
stórar sýningar sem þessa og má jafnvel kalla uppgjör við hana. Sýningin er einnig krefjandi fyrir gesti þar sem lítið er um texta á henni og samhengi gripa og sjónarhorns er í sumum tilfellum vandséð. Það er því margt sem vekur mann til umhugsunar, og hlýtur það að teljast af hinu góða. Mikið er um táknrænar vísanir og gestir eru hvattir til þess að beita eigin hyggjuviti og túlka með skapandi hætti og út frá eigin sjónarhorni það sem fyrir augu ber. Þessi nálgun kallar á umræðu um viðtekna þekkingu, merkingar - fræði sýningargripa og samhengissköpun á söfnum sem því miður ber ekki mikið á í sýningarskrá eða öðrum gögnum frá að stand - endum sýningarinnar. Hvaða sýn á íslenska fortíð og menningu er sýningunni ætlað að koma á framfæri? eru allar túlkanir á menning- ararfi jafngildar? er sagan bara sjónarhorn? er samhengi til í sjálfu sér eða er það skapað — og þá af hverjum? Hér verður velt vöngum yfir spurningum af þessu tagi, sem vöknuðu hjá mér þegar ég heim- sótti sýninguna nýverið, þó að engin kerfisbundin tilraun verði gerð til að svara þeim. I eitt af eftirminnilegri rýmum sýningarinnar er í fremur litlu og rökkvuðu herbergi inn af stærri sal þar sem sjónarhornið Upp fær safngesti til að rýna í táknrænar birtingarmyndir veraldlegs og and- legs valds. Í þessari dimmu kytru eru geymd í stórum glerskáp á miðju gólfi fjórtán handrit af Jónsbók frá ýmsum tímum sem flest, ef ekki öll, eru opin á upphafssíðu þjófabálks. Lýsingin í rýminu beinir sjónum gesta ósjálfrátt að handritunum og undirstrikar, ásamt afstöðu handritanna innan þess, miðlægni löggjafar í öllu menn ingarlífi og staðfestir með því vald ríkisins yfir þegnum sín - um. Það er engin tilviljun að af Jónsbók hafa varðveist fleiri handrit frá fyrri tíð en af nokkru öðru miðaldariti, nánar tiltekið á þriðja hundrað.1 Ákvæði hennar mótuðu hversdag og hugarfar lands- manna um aldir. Þau lögðu línurnar um eignarhald á verðmætum á borð við reka og framkvæmd félagslegra athafna eins og hjónabönd, auk þess sem þau skilgreindu lögbrot og hvernig refsingum fyrir þau skyldi háttað. Þekking á Jónsbók og ákvæðum hennar var því vilhelm vilhelmsson110 1 Sjónarhorn. Ferðalag um íslenskan myndheim. Ritstj. Markús Þór Andrésson (Reykja - vík: Þjóðminjasafn Íslands 2015), bls. 48. Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 110
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.